Jörð - 01.09.1946, Page 4
Sigurður Guðmundsson:
Hvað getum vér?
(Ræðct flutt 17. júní sl. á Akureyri.)
r
AHEYRENDUR!
Þér vitið, hver siðaskipti urðu hér á landi árið 1000, er
kristni var lögtekin. Naumast verður því neitað, að hinn nýi
átrúnaður liafi flutt veikum og veslum, smáum og smáðum
mikið fagnaðarerindi, mikinn mannúðarboðskap: að hvert
mannslíf væri verðmætt. Og athöfn var látin fylgja kenningu.
F.kkert er eins veikt og hjálparþurfa og nýfætt barn. Þér vitið,
að ,,guðskristni“ bannaði að bera út börn, fékk slíku banni
komið á. Og höfundur kristinnar trúar kenndi, að líf vor mann-
anna væri meira virði en hverrar annarrar skepnu jarðar: „Hve
miklu er nú maðurinn meira verður en sauðkind!“ sagði
hann. Slíkt voru merkilegar hugsanir, hlaðnar mögnuðu og
göfugu sprengiefni. Samt kvað róttækt jafnaðarskáld, er fagn-
aði af einlægu þeli hverjum sigri mannúðar og jafnaðar, er
hann orti um þessi tíðindi:
,,Þá var hið fyrsta og ferlega ský
að færast á tindana heiðu.“
íslenzkur mennta- og gáfuprestur, sem var manna bezt að
sér í sögu lands vors og skildi flestum betur sögu lands vors,
séra Magnús Helgason, dáðist að því (f viðtali), hve hér var
kveðið af skörpum sögu-skilningi. Hann átti sennilega við það,
að skáldið sá það rétt, hvenær öxin var fyrst reidd að meiði
þjóðfrelsis vors og lýðríkis.
EG get ekki að því gert, að mér dettur þessi vísuhelmingur
Þorsteins Erlingssonar oft í hug, er ég hygg að stofnun
lýðveldis vors hins endurreista. Skömmu áður en það var stofn-