Jörð - 01.09.1946, Side 5
JORÐ
3
að, var því yfir lýst, að ísland væri mjög mikilvægt á hernaðar-
lega vísn. Og höfundar þeirrar yfirlýsingar höfðu vel vit á þeim
efnum, því að hún kom l’rá hershöfðingjum stríðsþjóðanna.
Hernám lands vors var óvefengjandi merki þess, að hér var ekki
talað um hug sér. Helir það og síðar komið í ljós, að Hitler lék
hugur á að hertaka ísland. Mér virðist þessi yfirlýsing ferlegt
„ský“ yfÍT hvorutveggja: yl'ir sjálfstæði voru og þjóðerni, ekki
sízt er jafn-„ógurlegt er um að litast" í mannheimi og nú á
þessmn líðandi þjáninga-dögum. Atlnigið vel, hvað felst í því,
að Island er hernaðarlega mikilvægt. Það merkir, að fósturjörð
vor verður óhugnanlega eftirsóknarverð stríðsstöð eins lengi og
hernaðar er von á jörðu og hertækni eigi breytist á ófyrir-
sjáanlegan hátt. Af því leiðir aftur — sem raunar ætti ekki
að þurfa að taka fram, en mun þó, því miður, eigi vanþörf
á að taka fram —, að við því er ægilega hætt, að herská ríki eða
voldugar hernaðarþjóðir ásælist land vort, gerist ásvell við það,
svo að þau hafi þar flugvöllu, flotalægi, loftskeytastöðvar og
þar fram eftir götunum. Sumir sprenglærðir herfræðingar lands
vors virðast ætla, að nýjasta og hryl 1 ilegasta stór-manndráps-
Sigurður Guð'mundsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er
fæddur á Æsustöðum í Langadal 3. september 1878, sonur G. Erleiids-
sonar, bónda þar og síðar í Mjóadal, hreppstjóra, og konu hans, Ingi-
bjargar Sigurðardóttur. Stúdent 1902, mag. art. í norrænu við Kaup-
mannahafnarháskóla 1910. Skólakennari í Reykjavík 1911—1920. Skóla-
meistari gagnfræðaskólans á Akureyri, 1921, er síðar varð menntaskóli.
Ritað: Agrip af fotníslenzkri bókmenntásögu, Þorsteinn og Þyrnar (Eim-
reiðin 1907), Malthías áttræður (Skírnir 191C>), Jón Thoroddsen (Skírnir
1919), Ritdómur utn ljóðmæli Jóns Thoroddsens (1920), Gunnar á Hlíð-
arcnda (Skírnir 1918), Ivar beinlausi endurborinn (Eimreiðin 1923), Her-
mann Jónasson (Iðunn 1925), Galdra-Loftur (Réttur 1928), Formáli fyrir
Ævisögu Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson (Akttreyri 1944), Blysför og
greinargerð (Stígandi 1945). Læknakviður Bjarna Tborarensen. Líðan og
ljóðagerð Bjarna Thorarensens á Möðruvöllum (báðar í „Samtíð og sögu“
1946), ræður í skólaskýrslum 1921—1943 og blaðagreinar. Riddari Fálka-
orðunnar 1930, riddari af Dannebrog 1940. Kvæntur Halldóru Ólafs-
dóttur, prests í Kálfholti, Finnssonar. S. G. er almennt viðurkenndur einn
af spökustu og orðsnjöllustli mönnum þjóðar vorrar og hinn mikilhæfasti
skólamaðtir.
1*