Jörð - 01.09.1946, Side 6
4
JÖRÐ
tækið, kjarnorkusprengjurnar, geri óþarfan vígbúnað og her-
búnað, eins og hann hefir tíðkazt, og hervernd lands vors því
gagnslaus, jafnvel hættuleg. Ég verð nú fyrst að játa, að ég er
óherfróður. En hervörn og rammger vígi stoða lítið, ef slíkar
vítis-sprengjur liæfa land vort. Ekki virðist þurfa nema meðal-
leikmannsvit til þess að skilja slíkt. En ég minnist ekki að hafa
heyrt né séð sagt frá, að á því bólaði, að stórveldin minnkuðu
herbúnað, af því að hann væri orðinn gagnslaus, með öllu úr-
eltur. Myndi ekki fara hér líkt og þá er fundið var, að gas mætti
nota til hernaðar, að það gæti verið hið skæðasta vopn? Sjást
nokkur merki þess, að hinn forni vígbúnaður rými fyrir kjarn-
orkusprengjum? Sést nokkurt mót á því nokkurstaðar, að lang-
drægar fallbyssur hverfi úr virkjum og af vígvöllum, þó að
kjarnorkusprengjan sé óskaplega miklu afkastameira mann-
slátrunar- og tortímingar-tæki? Grimmdarárar eyðingar og
hernaðarógna sýnast vilja eiga sem flest vígaþing, eins og góður
smiður vill eiga sem flest smíðatól.
Þótt það eigi, ef til vill, miður vel við, að gera þenna ræðustól
að skriptastól, ætla ég hér að skriptast við yður, virðulegi
mannsafnaður. Þá er ég heyri foringja vora vegsama Bandaríkin
fyrir göfuglyndi þeirra við oss, hversu þeir viðurkenndu lýðríki
vort fljótlega og fúslega, tekur ólnignanleg tortryggni- og van-
þakklætisrotta að naga mig, og ég fæ ekki varizt að spyrja sjálfan
mig: Var það ekki, að einhverju leyti, sakir liernaðarlegs mikil-
vægis lands vors, að hin liagsýna framfaraþjóð Bandarikja
Vesturheims studdi oss sterklega í sjálfstæðismáli voru? Hér brá
svo við, að voldugur vildi verða vinur hins smáa. Er ]:>að land-
ráð, að spyrja, hvort Bandaríkin hafi ekki ætlazt til einhvers
þakklætis, einhverra smálauna, lítillar greiðvikni við sig fyrir
þetta drengskapar- og frelsisbragð við oss? Eftir einhverjum
allra raunsæjasta og frægasta stjórnmálamanni 19. aldar voru
höfð þau orð, að í stjórnmálum gilti lögmálið: „Do, ut des“, o:
ég gef til þess, að þú gefir. Það merkir á íslenzku alþýðunráli:
Stjórnmálamenn vilja jafnan hafa nokkuð fyrir snúð sinn og
snældu. Játa ber, að þetta lögmál mannlegrar síngirni gildir
víðar en í Þrymheimi stjórnmálanna. Fleiri en stjórnmálamenn
eru slíku marki brenndir. „F.v sér til gildis gjöf“, segir í Háva-