Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 7
JORÐ
5
málum. „Æ sér gjöf til gjalda“, segir spakmælið, o: gefandi
væntir jafnan endurgjalds, gjafar fyrir gjöf. Þá er bent er á þá
staðreynd, að einstök þjóð lúti þessu lögmáli, verður því slíkt
fremur að teljast last um mannlegt eðli yfirleitt heldur en um
hlutaðeigandi einstakling, hvort sem það er þegn eða ríki. En
annars hefir það nú komið í Ijós, að Bandaríkjamenn æskja
herstöðva hér á landi. Þjóð vorri er sagt, að stjórn og þing hafi
neitað að verða \ið þeirri beiðni. En er óhugsandi, að annar
sé þinghugur eftir kosningar en fyrir kosningar? En því fer
fjarri, að eg viti eða fullyrði nokkuð um slíkt.
Annars er það á margra vitorði, að sú er skoðun sumra ís-
lendinga, að hyggilegt væri, að þjóð vor fæli Bandaríkjunum
hervernd sína. Ekki dettur mér í hug að bregða þeim mönnurn,
sem slíku trúa, um föðurlandssvik né kalla þá landráðamenn.
Sá einn, sent kannar hjörtun og nýrun, hin dýpstu hugarfylgsni
— ef hanri er einhvers staðar til — fær skorið úr því, hver vor er
beztur íslendingur. Hætt er við, að hervernd svipti oss að ein-
hverju frelsi voru. Ég get ekki tekið að mér vernd einhvers og
ábyrgð á honum, nema ég hafi, að einhverju, hönd í bagga með
ráðlagi hans. Skilst -mér og, að erlendum menningarþjóðum
sé illa við setu erlendra herja í landi sínu eða ríki. Ég minnist
þess, að skýrt liefir verið frá, að Bandaríkjastjórn hafi lofað að
hlutast eigi til um innanríkismál vor. En hafa þeir heitið hinu,
að láta sig engu skipta utanríkismál vor? Er líklegt, að þeir heiti
slíku eða geti efnt það, ekki sízt ef friðarhorfur eru ískyggileg-
ar? Og hversu sterkir erum vér íslendingar á svellinu að verj-
ast slíkri ágengni, ekki sízt ef hið erlenda vald kemur lipurlega
og vingjarnlega frarn og vér græðum fjárhagslega á skiptum
við það? Mig uggir, að vér höfum með hættulega lítilli fyrir-
liöfn komizt í hinn síðasta áfanga frelsissóknar vorrar. Reynsla
kennir, að vér léttúðugir menn gætum einatt illa þeirra fríð-
inda og gæða, er oss hafa hlotnazt með litlum tilkostnaði og
litlu erfiði. Fljótfenginn auður fer oft fljótt í súginn, honum
er stundum sóað í hroðann og voðann. Það er áreiðanlega ekki
minni vandi, að gæta fengins frelsis en fengins fjár.
Öðru máli gegnir, að vernd hers frá frjálslyndu stórveldi
myndi, ef til vill, á friðartímum eigi baka oss mikil óþægindi
\