Jörð - 01.09.1946, Síða 9
JÖRÐ
7
stórborganna fara langar leiðir til að ganga skennnti-
göngu um fjölförnustu götur og stræti. Lífsviðhorfi flestra,
menntra eigi síður en ómenntra, karla og kvenna, er og
þannig farið, að þeir liali eigi þörf á einveru og kyrrð, lieldur
forðast þær og flýja, sem sótthræddur sýkingarhættu, bera því
lítið skyn á verðmæti dalanæðis og sveitakyrrðar. Gunnar skáld
Gunnarsson er þar merkileg undantekning. íslenzkan er sveita-
mál. Því er hætt við, að móðurmáli voru hnigni eftir því, sem
dregur úr sveitamenningu vorri. Hafið þér hugleitt, hvílíkur
vermireitur vetrarkvöld og kvöldvökur hafa verið íslenzkri
tungu? Ég segi stundum í gamni við sjálfan mig, að íslenzkan
sé vetrarmál. Ég óttast, að útvarps-íslenzkan jalnist þar ekki
;í við vökurnar. En mér virðist margt benda á, að enskan verði
æ meir tíðkuð í höfuðstað vorum og kaupstöðum. Norðlenzkur
menntamaður, er fór til Reykjavíkur í fyrra, sagði, að sér
fyndist hún vera orðin tvítyngdur bær. Og þjóð vorri er fyrir
margra hluta sakir nauðsynlegt að vera tvítyngd. Og ef straum-
ur erlendra ferðamanna vex, er sumir r irðast — þótt undarlegt
sé — telja æskilegt uppeldis- og sáluhjálparráð þjóð vorri til
handa, dregur það sízt úr notkun enskunnar í daglegu máli,
ekki sízt ef hér dvelst jalnframt amerískt setulið, sem hlýtur að
eiga mikil mök við landsbúa. Nú veit ég vel, að hér verður að
vara sig á einstrengingshætti, og í flestum borgum lteims eru
talaðar margar tungur. En ef þjóð vor verður að marki tví-
tyngd, svo að fjölmörgum landa vorra verða tvær tungur, móð-
urmálið og enskan, jafn-tamar, er hætt við, að af því leiði, að
skáld vor og sumir skáldlega vaxnir rithöfundar taki að rita á
enska tungu. Úr því að jafn-fálesnu og' fátöluðu rnáli og dönsk-
unni hefir tekizt að laða rithöfunda vora, eigi allfáa að tiltölu,
til útflutnings til sín, ntyndi enskan þá ekki heilla þá að sér?
Ég lái ekki skáldunum þessar dönsku Am-eríkuferðir þeirra.
En á því leikur eigi vafi, að tunga vor helir beðið mikinn
skaða við þessar víkingaferðir, sem þjóð vor hefir að sumu leyti
haft sæmd af. Hver tunga þarfnast yngilinda til framfara og
þroska, eins og gróður grasa og töðu þarfnast vætu til vaxtar
og sprettu góðrar. Rit listamanna og skálda eru slíkar yngi-
V