Jörð - 01.09.1946, Síða 10
8
JÖRÐ
lindir. Rennið hug að því, hvílíkt tjón íslenzkri tungti hefði
orðið að því, ef Jónas Hallgrímsson Iiefði ort á dönsku, hversu
hún væri allt í senn: ófegurri, fáskrúðugri og fátækari.
I’að verður engu einu eignað né þakkað, að vér íslendingar
höfum varðveitt tungu vora svo vel, að séra Matthías og hirð-
skáldin fornu hefði túlklaust getað talazt \ ið, rætt um skálda-
mál og hreystiverk. Það er í fyrsta lagi fjarlægðin frá öðrum
þjóðum, „fjarstaðan“, sem Bjarni Thorarensen kallar. Vér
þurftum aldrei á annarri tungu að halda cn móðurmáli voru,
nema stöku sinnum á stangli á bæjalausum og þorplausum
ströndum eða á fiskimiðum við þær. En þá er hugað er að
slíku, má eigi gleyma sagna- og sögulestrinum, „bókadraumn-
um, böguglaumnum", er Einar Benediktsson á námsárum
sínum skírði þannig með snerti af fyrirlitningu í rómi. Það
verður aldrei metið, hvílíkan þátt slíkt hefir átt í varðveizlu
tungu vorrar og þjóðernis. Nú erum vér komnir í þjóðbraut
ræningja og víkinga, allra landa mangara og ferðalanga. Slíku
fylgja ýmsir menningarkostir, ef vér kunnum oss þvílíkt í nyt
að færa. Og rímurnar eru rækilega kveðnar niður. Ást á ljóða-
gerð, sem hefir verið talið eitt auðkenni þjóðar vorrar, virðist
í rénun í bili, hve lengi sem slíku fer fram. Enn má benda á
eitt, sem er helzti lítill gaumur gefinn. Þjóðerniskennd vor er
allmjög fóstruð og var styrkt á námsdvöl íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn, bæði á dögum Eggerts Ólafssonar og Jónasar
Hallgrímssonar. Langvistir ungra námsmanna vorra og mennta-
manna á Norðurlöndum eru vænlegar til glæðingar þjóðernis-
kennd, og í henni tel ég felast ást á hreinleik tungunnar. Slíkt
stafar af því, að norrænar þjóðir eiga all-mjög í vök að verjast
fyrir ágangi ríkari þjóða og víðtalaðri tungna og hafa því
vakandi þjóðerniskennd. Tunga engil-saxneskra þjóða flæðir
um alla jörð. Hvar sem Engil-Saxar eru staddir, dugir móður-
mál þeirra þeim. Tunga þeirra sækir allstaðar á og vinnur á,
j^arfnast engrar varnar. Því er Jrað ætlun mín, að langvistir með
engil-saxneskum þjóðum glæði eigi eins þjóðrækniskennd vora
og þjóðrækniog háskólavistíslenzkra námsmannaáNorðurlönd-
um hefir gert. Margir stúdentar stunda að vísu enn námá Norð-
urlöndum. En mjög hefir að tiltölu dregið úr því á seinni ár-