Jörð - 01.09.1946, Síða 11
JÖRÐ
9
um, sem kunnugt er. Þeim, sem annt er um þjóðerni vort, hlýt-
ur að virðast allt slíkt íhugunarvert.
Ég bið yður aftur, áheyrendur, að hyggja að því, liver áhrif
það muni hafa á „ástkæra, ýíhýra málið'‘, sem Jónas kallaði
svo, að amerískt setulið dveljist hér nokkra áratugi eða upp
undir heila öld, sem sannarlega er eigi langur tími í lífi þjóð-
anna.
Sum blöð hafa haldið því frarn, að hernámið hafi eigi spillt
móðurmáli voru. Ég hygg, að þeir, sem fullyrða slíkt, liafi lítt
rannsakað það efni, þá skorti þekking á því, er þeir staðhæfa
slíkt um. Hernámið hefir áreiðanlega eigi bætt mál vort. Ég
minni á orð norðlenzka menntamannsins, sem er hér áreiðan-
lega eins liæfur dómari og blaðamenn vorir upp og ofan, að
honum fannst Reykjavík orðin tvíyngd. Annars hefir erlendur
her dvalizt hér svo skamma lníð, að eigi þarf að óttast, að tunga
vor liafi stór-skemmzt á jafnstuttum tíma. Hér má eigi miða
við ár né áratugi, héldur við aldir og aldatugi. Þá er íslendingar
höfðu dvalizt 20—30 ár í Vesturheimi, var mál á vestur-íslenzk-
unt 'blöðum lítt tekið að upplitast og af-íslenzkast. Þótt ágætir
íslendingar vestan hafs og hinir þjóðræknustu, t. d. séra Rögn-
valdur Pétursson, ritstjórar vestur-íslenzku blaðanna og margur
annar „óknnnur hermaður", hafi barizt fyrir lífi tungu vorrar
vestur í liinum miklu og mjög frjóu firnindum, leynir hún sér
ekki, hrörnun íslenzkunnar í vestur-íslenzku blöðunum, sem
ég les blaða mest og bezt og mér er ánægja að. En þjóðræknir
Austnr-íslendingar hljóta santt að unna og fagna þjóðernis-
baráttu góðra íslendinga í Vesturiieimi, vera þeim þakklátir
fyrir tryggð þeirra við tungu vora og ættland. Sú barátta er því
hraustlegri og drengilegri sem hún virðist vonlítil, að minnsta
kosti úr fjarska að sjá.
Ég liygg það allra íslenzkra íslendinga Ijúflingsdraum, að
þannig takist nm vörn og viðgang máls vors, að niðjar vorir
geti eftir sjö aldir talað túlklaust við Jónas Hallgrímsson, eins
og menntaðir íslendingar gætu nú talað túlklaust við Snorra
Sturluson sjö öldum eftir fall hans og víg, þ. e. a. s. ef þeim
veittist að korna að máli við hann.
Einhver kann að spyrja, hver skaði sé að því, að tunga vor