Jörð - 01.09.1946, Side 13
JÖRÐ
11
enn risin upp, drottnunarstefna herveldanna, sem endalaust
vilja verða stærri og stærri, voidugri og voldugri. Sú stefna var
um síðustu aldamót kölluð á máli sumra Norðurálfuþjóða
,,Imperialisme“, þ. e. stórríkisstefna. Henni til réttlætingar er
hún nú kölluð öryggisstéfna. Þetta nýja skírnarnafn er gríma,
dulhöttur, er varna á því, að borin verði kennsl á þennan
þjóðskæða draug, frelsisætu og mannætu.
Mér liefir aldrei liðið úr minni lítil sjón á Hafnarárum
mínum, er fékk all-mjög á mig. Því man ég hana nú eftir
nokkra tugi ára. Ég sá lítinn orm eða maðk skríða eftir fjöl-
larinni götu, er l jöldi vagna, reiðhjóla og gangandi manna fór
stöðvunarlaust uim. Það var lífshætta þessarar máttvana og
hjálparvana lífveru, sem orkaði á migog olli mér geðshræringu.
En eru siimar smáþjóðir nú ;'t dögum eigi líkt á vegi staddar og
hún?
Vera má, að vér íslendingar verðum að kjósa um tvö neyðar-
úrræði, að vér eigum aðeins um böl að velja og verðum að ráða
það við oss, hvort bölið sé minna. Um slíkt fullyrði ég ekkert.
Ég er ekki spámaður, veit eigi, hvað framfiðin geymir oss undir
sínum huliðshjálmi. En hitt veit ég, að veröldin er öll grá fyrir
járnum ógnar og voða. \'cra má og, að oss verði ráðstafað án
þess, að vér verðum spurðir ráða eða óska, nema þá að nafninu,
eins og vér vitum dæmi til í sögu vorri, og þarf ekki langt að
leita dæmisins. Enginn veit, ltx ílík ábyrgð kann í náinni fram-
tíð að verða lögð á herðar stjórnenda vorra og fulltrúa. En ekki
verður æsing að gagni. Þjóðaræsingur reynist löngum þjóðar-
ógæfa.
En livað sem bíður þjóðar vorrar, getur hún þreytt eitt: að
gæta vel þjóðernis síns og þjóðernisvilja, að glata aldrei vilj-
anum til þess að vera sérstok þjóð. Og hún getur, ef hún vill,
sterklega stundað annað: að glata ekki virðingu sinni né virðu-
leik.
„Guð verndi list vors máils og íslands heiður“, bað eða óskaði
Einar Benediktsson.
Lifi íslenzkur þjóðernisvilji
„út að fjærsta aldahring,
yztu vonir þar sem blána!“
Lifi ísland!