Jörð - 01.09.1946, Side 22
Kim Malthe Bruun:
/
Ur bréfum píslarvotts
„Þeim, er sigrar, mun ég gefa af hinu hulda manna,
og ég mun gefa honum hvítan stein, og á steininn ritað
nýtt nafn, sem cnginn þekkir nema sá, er við tekur.“
Op. Jóh. 2, 17.
Úr bréfum til Hönnu:
Danzig, 22. mai 1941.
HALLÓ, halló, hvar ertu? . . . . Ég held eftir allt saman, að
læknirinn hafi rétt fyrir sér: Ég er veikur. Hann kom í
gær til að líta á legginn. Ég var með 39 stiga hita. Legg-
urinn er ljótur, með dökkbláum rákum. Síðasta sólarhringinn
hefi ég fengið bakstur aðra hvora klukkustund. F.n samt er eins
og fóturinn versni bara. Nóttinni varði ég til að bölva óhappi
mínu, hugsa um þig og grufla ut í vandamál tilverunnar.
Ég var að velta því fyrir mér, livað mennirnir eru eiginlega
kyndugar skepnur. Hefur þú nokkurn tírna liugsað út í, hvað
það er, sem þú ætlar að byggja líf þitt á? Ýmsum veitir erfitt að
átta sig á þeirri spurningu og gleypa svo í sig trúarbrögð, itil að
fylla gaphúsið í sér. Enn fleirum finnst viðfangsefnið svo óá-
rennilegt, að þeir gæta einskis betur en þess að láta eins og þeir
sjái það ekki.
Hugsaðu þér nú bara, ef miklu fleiri vildu byggja tilveru
sína á hreinskilni við sjálfa sig. Hugsaðu þér, liversu miklu
meiri hamingja manna mundi þá verða. Hvaða fótfestu hefur
Jrú, ef heilindi eru ekki fyrir hendi? Hvað er ást t. d. annað en
heilindi í tilfinningunni? Hversu mikið væri ekki unnið við
það, ef menn skildu að fullu, að í hvert sinn, sem sögð eru ó-
sannindi, þó að ekki sé nema í hálfgerðu hugsunarleysi, er
núminn svolítill steinn úr undirstöðunni, sem tilvera sjálfs