Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 25
JÖRÐ
23
tilliti hef ég fundið til sannleikans með himinbornum skýr-
leik, og það er í ást minni til þín. Þess vegna finnst mér hún
líka svo óviðjafnanlega dásamleg: af því hún er svo hrein og
einföld og af því, að í henni finn ég hvergi blandna tilfinn-
ingu.----Lausnarorðið í lífi mínu skal verða: Sannleikur er
það, sem gerir hluti einfalda.
Danzig, 30. mai 1941.
.... Félagar mínir geta með engu rnóti komið inn í höfuðið
á sér skilningi á afstöðu minni til ástarinnar og vilja ólmir fá
»ð sjá ljósmynd af þeirri stúlku, sem er þess um komin að halda
t hemilinn á sjómanni, sem er í framandi höfn. . . .
Skrapp snöggvast út á þilfar til að gá að, hvort allt sé í lagi.
Það var í lagi. Máninn liefur holað sér í kojuna, en sólin er
tekin að geispa og bylta sér. . . .
Danzig, 31. mai 1941.
■ . . . Ekki veit ég af hverju, en ég hef verið í svo sprikl-
■tndi góðu skapi í allan dag og er enn. Þekkir þú ekki þessa
gáskafengnu, innan að komandi gleði, sem maður vaknar
stundum með og endist allan daginn, unz maður dettur stein-
sofandi út af á koddann?. . . .
Danzig, 2. juni 1941.
í kvöld var það mánaskin, að hjartað ætlar að bráðna í
brjósti mér, er ég minnist þess. . . . Hanna, þú 'hefðir átt að
sjá, hvað veðrið hérna var algerlega fullkomið: Hálfmáni og
stjörnur og litblær svo skær á loftinu — hann var ekki dimm-
Wár, en djúpblár og þó ljós. Líttu þarna á trén á brekkubrún-
tnni, hvernig þau bera við loftið, sem er svo ljósmettað, að
þau sveipast undursamlegum, töfrakenndum bjarma, en skera
S1g ekki úr með sorta. Ef við nú aðeins gæturn haldið í hann,
þenna litablæ —, nei, það tekst ekki — hann hverfur frá okkur
jafnt og þétt. En við tvö geymum liann í hjörtum okkar á stað,
þar sem hann er auðtekinn fram til að gleðja sig við. Hinum
megin höfum við mánann yfir vatninu og yfirbygging skipsins