Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 27
JÖRÐ
25
ingum. Þær halda, að ég sé sérstaklega spennandi, og eru
alltaf að bjóða mér með sér. En ég er hreykinn eins og hana-
"ngi, sem er að byrja að gala. . . .
(Arið 1942—43 var Kim i skóla og tók stúdentspróf; d þeim
tima skrifaði hann fá bréf.)
Úr bréfi til Hönnu:
Rönnc, Borgundarhólmi, 16. janúar 1944.
.... Ég gekk fram hjá kirkjunni. Þar var sálmasöngur.
Þegar þeir voru búnir, fór ég inn til að skoða hana. Prestur-
inn rétti mér höndina og sagði, að ég hefði bara átt að koma
einni stundu fyrr. í kirkjunni hangir stór mynd af afa. Ég
spurði um prestssetrið, en það var þá brunnið. Ég sagði prest-
inum, hverra manna ég væri, og vísaði hann mér þá á gamla
skraddaraekkju, sem liann sagði, að mundi hafa gaman af að
sjá mig. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, og þar með var ég
horfinn langt inn í liðinn tíma.
Hún hlær stöðugt, á meðan hún í snatri ryður borðið. Hún
hlær eins og gamalmenni og börn ein geta hlegið, kyrrlátlega
°g óendanlega ástúðlega. Hún segir frá, fellur í djúpar hugs-
anir, hlær svo, og þannig líður tíminn. Þegar hún hlær, er hún
barnið — þegar hún fellur í djúpar hugsanir, sé ég reynsluna
°g þjáningum í hverri smáhrukku framan í henni, en þær
skipta víst þúsundum. Hún segir mér frá afa og ömmu: hvernig
bann sleit sér út fyrir náunga sína; hvernig arnma þjáðist af því
að sjá hann eldast fyrir tímann, en vildi þó ekki halda aftur af
lionum í köllunarstarfinu. Ég sé fyrir mér unga og fríða prests-
konuna með sín níu börn og lítið handa á milli, en sífellda
gesti, sem presturinn býður heim, þó að liann megi ekki alltaf
vera að því að borða sjálfur.
..Afi yðar var inaður, sem viðaði að sér smááhrifum hvaðan-
æfa og skilaði þeim svo stórum frá sér.“ Þetta þótti mér vel
mælt.
Svo sagði hún af sjálfri sér og ásjóna hennar ljómaði af gleði
°g stærilæti, er hún mælti: Ég og maðurinn minn skemmdum
aldrei neitt. Við lifðum alltaf í sparsemd og nægjusemi." Og