Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 29
JÖRÐ
27
Ur bréfum til Hönnu:
Álaborg, 12. mai 1941.
• . . . í gær sá ég þá fara með líkið af sjómanninum, sem Þjóð-
verjar skutu, út í „Dannebrog". Allir hafnarverkamennirnir
'oru viðstaddir. Félagar hans, skipverjarnir, tóku á móti kist-
unni á sama liátt og þeir hefðu farið með t. d. segl. Rólega, um-
l'yggjusamlega, bundu þeir hana við stórlúguna; lögðu alla
kransana og blómin í kringum og á kistuna, er sveipuð var
Dannebrog. Djúp alvara skein út úr öllum þessum ungu, þrek-
legu andlitum.
Oll dönsk skip voru með fánann í hálfa stöng, en djúp þögn
nkii. Og' fáninn leið upp í hálfa stöng á öllum hinum ýmsu
hafnarhúsum. Það snart mig að sjá alvöruna í svip verkamann-
anna og það, hvernig þeir struku fljótt og feimnislega húfuna
af liöfði sér, er kistan kom. Aftur á móti bauð mér við að sjá
nokkra af hinum feitu fulltrúum sjómannafélagsins í bænum
honia með Dannebrog í fararbroddi allt útatað í nöfnum og
tóluni, eins og auglýsingu. Þeir vömbuðu sig fram úr þyrpingu
borgaranna í bersýnilegri meðvitund um ósambærilegt gildi
sitt. Þeir höfðu í för með sér tvo menn, er báru mannhæðarháar
fánastengur, er þeir drógu fánana niður til hálfs á, meðan
histan var borin yfir í skipið, og svo upp aftur, þegar 'hún var
þangað komin. Að því loknu komu tvær reglulega harðpump-
aðar matrónur og tóku í höndina á einum af þessum góðu
borgurum. Hann hló „veraldarmannslega“....
A orðan Gotlands, 28. júlí 1944.
... Að lifa eins og frumstæður maður endurvekur að
mörgu brjóstvit hins frumstæða manns. Andlega þroskasögu
mannanna, öll manneskjunnar hugarfylgsni má kanna í einu
i'itsafni, er nefnist Gamla Testamentið. Við fylgjumst þar með
þróun þroskunar til nokkurs, sem fyrirfram var ákveðið — að
ttndi, er engan óraði fyrir — konungi — eða bara mannssyni!
Guðssonur — eða Mannssonur — kemur í sama stað niður.
Jesús kom sem niðurstaða þróunar — sem svar við kalli tínt-