Jörð - 01.09.1946, Page 30
/■% o
— kJ
JÖRÐ
ans. Hann er Mannssonurinn, sem lifir í okkur öllum .... og
hann vissi það, því hann var fullur af innblæstri hreinleikans
og sannleikans. Hann horfir á okkur skírum augum og segir
óendanlega hógvært og hreinskilið: „Ég er Guðsson“ — og við
skelfumst, — því hann lifir í okkur, og ekki nóg með það, held-
ur er þann fæddur með okkur, lifir með okkur og deyr með
okkur.
Skilur þú ekki, að Jesús er Mannssonurinn?. . . .
Vasa, 1. ágúst 1944.
.... Þrátt fyrir allt er eitthvað undursamlegt við Finnlend-
inga. Þeir eru glæsilega vaxnir og bera sig glæsilega, bæði til
sálar og líkama. Ekki dettur finnlending í hug að depla aug-
anu, þó að hann standi augliti til auglitis við dauðann. . . .
Mikið er skemmtilegt fyrir mann, sem kemur frá Þýzkalandi.að
sjá, hvað rússnesku herfangarnir hér eru vel klæddir og ánægju-
legir. Og jrað þeim mun fremur, þegar þess er gætt, hvað allt
er hér af skornum skammti....
Vasa, S. águst 1944.
.... Stýrimaðurinn sagði okkur í dag frá hjónum í Mar-
stal. Maðurinn var gasstöðvarstjóri, lítill og rýr, gat ekki eign-
ast börn og var með gullspangagleraugu. Konan var tvítug.
Dag nokkurn laumaðist maðurinn lieinr til sín á ófyrirsjáan-
legum tíma og fann þá pilt í rúminu hjá konunni.
Ekki lét liann sjá á sér nein geðbrigði, en sagði við piltinn:
„Hm, — ætli ég taki ekki við peningunum. Láttu mig hafa
tú-kall.“ Pilturinn var svo viðutan, að hann gerði eins og fyrir
hann var lagt, og flýtti sér út. Og ekki voru þá fúkyrðin við
konuna. En á það varð hún að horfa, að maðurinn hennar
væri sí og æ að fitla við þennan tveggja-krónu pening. Nokkr-
um mánuðum seinna reyndi konan að farga sér með því að
skera á slagæðina. En það komst upp í tæka tíð og konan varð
grædd. Og maðurinn hélt áfram að leika sér að peningnum, en
nú stökk hún út um glugga á fjórðu hæð og dó. Líkskoðun