Jörð - 01.09.1946, Síða 31
JÖRÐ
29
leiddi í ljós, að hún var barnshafandi. Þremur mánuðum
seinna var maðurinn kvæntur annarri....
Kemi, 11. águst 1944.
• . . . Heyrðu, Hanna — manstu, þegar ég var hjá þér sein-
ast og Miksi sat við hliðina á mér, en ég tók eldspýtnastokk
tú að gá að, hvað eldspýtur heita á Finnsku, og þú sagðir við
drenginn: „Heldurðu, að það væri ekki gaman að eiga finnskan
eldspýtnastokk?“ Drengurinn horfði á mig, og svipurinn svar-
aði fyrir liann. En ég stakk á mig stokknum, niðursokkinn í
hugsun um, hvað börn geta haft gaman af þess háttar smá-
iTiunum. Jæja, — svo er það nótt nokkura, að ég stend við
stýri. Máninn skín svo skært, að skugginn á þilfarinu af reið-
anum sýnir jafnvel þættina í köðlunum. Ég var einn uppi, og
ekkert heyrðist nema hljóðlátt brak endrum og eins og ofur-
hægt gjálfur við skipshliðina. í norðri var enn roði á loftinu.
í-g hreyfði mig varla við stýrið. Allt í einu varð mér ljóst,
að ég hafði gleymt einhverju, og í sama bili vissi ég, livað það
var: að rétta strákhnokkanum eldspýtnaöskjuna og sjá gleðina
liðma úr augunum á honum. . . .
(í september fór Kim af skipinu til að starfa i leynilireyf-
ingunni.)
Vedbœk, 19. október 1944.
■ • ■ . Ég ligg og er að lesa bókina hans Lin Yutangs. Smám
saman fyllist hugurinn af nagandi eftirsjá. Það er eittlivað, sem
niann vantar — það er þessi eldgamla menning, sem Kínverjinn
á. Gervallt hjarta hans hvílir í neti úr þráðum fornrar menn-
ingar. Mundi ég finna mig meira verðan, ef ég hefði alla þessa
smágervu strengi? Mundu þeir einmitt ekki leggjast sem ljúfur
fjötur að frelsi mínu? Og skyndilega verður mér það ljóst:
% gæti gefið sjálfan mig þessum fínu strengjum og strengt þá
1 hjarta mitt. — Nei!----hvað daufan óm sem ég heyri í lijarta
nimu, skal ég lilýða honum umhugsunarlaust.
IJví ekkert er til hér á Jörð, sem jafnast fær á við sannleik-
ann....