Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 32
30
JÖRÐ
(19. desember vnr Kim tekinn höndum, óvopnaður.)
Ur bréfum til móður Kims:
Vestra-fangelsi, janúar 194 5. (Smyglað.)
.... Þegar ég gekk inn til yfirheyrslu í Shell-húsinu, kom
mér í hug, að þannig Iilyti tamningamanni að vera innan-
brjósts, er hann gengi inn til villidýranna Honum er eiginlega
vel við þau, þó að Iiann viti, að sum þeirra eru bráðvarasöm.
Kg hef aldrei verið hræddur við hunda, en sé átt við óðan
hund, verður að viðhafa alla gát. Enn þá hafa þeir ekkert
gert mér. Ég hef farið úr, en lengra liefur það ekki náð.
Náunginn, sem stóð andspænis mér, gerði sig livað eftir annað
líklegan til að leggja í mig, en í hvert sinn fór ég að tala við
annan, eins og ég tæki ekki eftiv því, og varð þá ekki úr at-
rennunni. Aðeins einti sinni tókst mér ekki að láta eins og
mér sæist yfir tilbúnað lians, og þá spurði ég liann bara, kaldur
og forvitinn: „Ertu hræddur?", og lield ég, að ég ha!fi aldrei
séð mann jafnsteinhissa. Svo varð liann alveg æfur, en ]rá
Iiafði ég fengið ráðrúm til að snúa mér að hinum, svo að
hann þagði, enda virtist hinn vera yfirmaður. Eftir það var
náunginn ekki nærri því eins áfjáður....
Vestra-fangelsi, 21. janúar 1945. (Smyglað.)
.... Ég lief, eins og þú skilur, síðan ég kom hingað, upp-
iifað sitt af hverju fram yfir það, sem öðrum hlotnast. Og verði
mér ekki sleppt fljótlega, langar mig til að komast í fanga-
búðirnar í Fröslev og verða síðan sendur til Þýzkalands, svo
að ég verði vottur að hruninu þar. Það verður vafalaust stór-
fenglegt, og þú þyrftir ekki að verða lirædd um mig, því að ég
mundi þola þetta Plestum betur.
Úr bréfi til Hönnu:
22. janúar 1949. (Smyglað.)
.... Ég stóð í dag uppi á bálkinum og kíkti út um glugg-
ann. Og allt í einu varð mér ljóst, að kenning Jesú er ekki