Jörð - 01.09.1946, Síða 34
32
JÖRÐ
— bara að þú náir svo miklu, að við tvö getum leikið okkur
saman eins og tvö folöld á engi....
(5. februar 1945 var farið með Kim i Fröslevbúðirnar, og
og hann hafður par fáeina daga í eins manns klefa, en þvi
nœst sendur aftur i Vestra'fangelsi.)
Úr bréfum til Hönnu:
21. marz 1945. (Smyglað.)
.... 29. febrúar var ég settur í sérklefa með bréfabanni.
Mér þótti nú ekki par mikið að því að vera einn. Og það var
hægt að draga gluggann niður og hleypa sólargeisla inn. Ég
fann meira að segja ilminn af gróandanum nýbyrjaða. — Ég
lveld ég hafi reynt liér um bil allar tegundir klefa, sem hér
finnast. . . .
27. marz 194b. (Smyglað.)
.... Ég hef oft hugsað um Jesú undanfarið. Mér finnst ég
skilja vel hina takmarkalausu ást, er hann bar í brjósti til
allra manna, og einkum þó að því er snertir þá, sem negldu
hann á tréð. Frá því er hann fór úr Getsemanegarði, liefur
ltann verið liátt hafinn upp yfir sérhverja ástríðu. Aðeins á
meðan liann vakti þar, fann hann til skelfingar, — eins og
Kaj Munk hefur vafalaust gert, þegar hann var leiddur út í
bílinn, áður en hann náði sambandi við þá, sem óku ineð
hann til aftökunnar. Vafalaust liefur hann fundið yfirburði
sína, undir eins og þeir voru komnir af stað.
Þannig hefur það að sínu leyti verið um Jesú. Hann hefur
endurfundið alla yfirburði sálar sinnar um leið og Júdas kyssti
hann. Eftir það hefur liann borist áfram á faldi voldugrar öldu,
er bar hann uppi allt inn í dauðann. Hún hefur hafið sig með
því veldi í hugskoti hans, að úr því var ekki um augnabliks
'hik að ræða. Þegar liann stendur frammi fyrir böðlunum, er
liann, í taugum sínum, kominn út yfir allt jarðneskt. Hann
hef.ur fundið sig svo leystan og lyftan, að hann hefur horft á
þá augum takmarkalausra yfirburða og umburðarlyndis, —