Jörð - 01.09.1946, Síða 36
34
JÖRÐ
mest til ósegjanlegs léttis, fagnandi sigurvímu, gleði, er náði
svo langt yfir öll takmörk, að ég var sem steini lostinn. Það
var engu líkara en að sálin liefði losað sig við líkamann og
þau tvö byltu sér Iivort í sínu lagi, — annað í algerlega yfir-
jarðneskri sæluvímu, hitt í þeim jarðbundnustu, sálarlausustu
krampateygjum. Þegar sálin náði aftur sambandi við líkam-
ann, var eins og allur heimsins fögnuður væri í honum saman
kominn. En á eftir fór eins og eftir nautnalyfsnotkun: Höndin
hristist, það var eins og straumrof liefðu orðið í hjartarótunum
og kraftur þeirra þyrri óðfluga. Ég tærðist af þrá. Og þó var
ég rórri og styrkari hið innra með mér en nokkru sinni áður.
Samt tekur í mig allan, er einhver stanzar fyrir utan dyrnar
hjá mér, og þó er ég ekki hræddur. Taugarnar eru eitthvað
af göflum gengnar.
Úr bréfi til Hönnu:
Vestra-fangelsi, 4. april 1945.
Elskan litla! í dag var ég dæmdur til dauða. Hræðileg skila-
boð fyrir tvítuga stúlku. Hvað er hið síðasta og dýrasta, sem
ég get gefið þér að skilnaði, svo að þú megnir, þrátt fyrir sorg-
ina, að halda áfram að lifa nreð gleðibros á viir, getir vaxið
og orðið stór?
Við sigldum á sjónum ægivillta, við fundumst sem tvö leik-
andi börn, gáfum hvort öðru trúnað og elskuðumst. Það gerum
við enn og hættum því ekki. Þú átt ekki að gleyma mér, en
þú átt ekki að láta endurminninguna um mig verða þér að
fjötri um fót. Þú átt að svífa áfram jafn fagnaðarlétt og fyrr,
einmitt í meðvitund um þá hina miklu fegurð, sem lífið gaf
þér með mér. Þú lifir áfram, og önnur indæl ævintýr muriu
verða á vegi þínum — og lofaðu mér — það skuldar þú öllu
því, sem ég hef lifað fyrir —, að aldrei skuli hugsunin um mig
fá að komast upp á milli lífsins og þín. Mundu, að ég er
kjarninn í þér, en smátt og smátt á hann að þoka til hliðar.
Lestu um Sókrates. Það er eitthvað, sem lifir og brennur í
mér — ást, andagift — kallaðu það, hverju nafni, sem þú vilt,*
* Sbr. „daímón“inn, sem Sókrales talaði um. — I’ ý ð.