Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 42
40
JÖRÐ
sækja vatn. . . . Nei, hann á ekki að fara að sækja vatn. Hann
á að leiða Sigurð blinda út að kassanum undir skemmuveggn-
um, því að Sigurður kemst ekki þangað einn.
Drengurinn horfir á, hvernig Gummi fer að leiða blinda
manninn út að veggnum. Það var skrítið, að liann skyldi ekki
geta gengið einn. Hann hafði þó tvo fætur. Og hann fer aldrei
annað en út að veggnum og samt getur hann ekki lært, hvernig
liann á að komast þangað.
Láki litli lokar augunum. Hann ætlar að vita, livort liann
kemst ekki blindandi niður að sjónum. . . . Jú, hann gat það,
meira að segja alveg niður í flæðarmálið, en fór samt ekki út í
sjóinn.... Það var skrítið.
Núna ætlar hann að vita, hvort hann getur fleytt keriingum
blindandi. Hann beygir sig niður eftir skel og finnur eina, sem
er stór og góð til að fleyta kerlingum. Skelin þeytist á snið út
á lognskyggðan sjóinn. Hún hoppar. . . . og hoppar, en sekkur
að lokum. Daufir hringir myndast, þar sem hún hverfur. Þeir
breiðast út, dofna, verða að engu.
Láki grettir sig og opnar augun ofurlítið. Reyndar mátti
liann ekki opna augnn, því þá sá hann. En blindir menn sjá
aldrei. . . . nei, ekki þótt þeir hafi alltaf opin augun. Drengur-
inn verður hugsi.
— Sigurður blindi mundi ekki sjá, hvort skelin hans fleytti
kerlingum. En kannski. . . . ef ég segði honum það. Þó að liún
færi strax í kaf, þá mundi hann verða svo glaður. En það er
ljótt að skrökva að blindu fólki, já. . . . En það er kannski
ekkert ljótt, ef maður skrökvar bara til að gera það glatt. . . .
Sigurður hlær aldrei. Fólk talar svo lítið við hann.... Það
heldur, að hann geti ekki neitt.
MANNAMÁL heyrist ofan úr brekkunni. Þar eru piltarnir
að beita, því að þeir ætla á sjó í kvöld. Reyndar voru þeir
í róðri í nótt og fiskuðu vel, en Þorvaldur bóndi segir, að það
sé bezt að nota góða veðrið til að róa, áður en slátturinn liefst,
því að þá sé ekki tími til að hugsa um sjó. Þetta eru duglegir
menn, og þeir herða sig við að beita. En það getur enginn