Jörð - 01.09.1946, Síða 44
42
JÖRÐ
upp úr reykháfnum.... hringar sig beint upp í loftið í logn-
inu. Það sezt sót á hvítu lökin og dúkana, sem hanga á snúr-
unni, en við því er ekkert hægt að gera.
— Farðu og gáðu að barninu, Lína, kallar húsfreyja ofan af
lofti. Hann var eitthvað að fikta í fjörunni áðan. Það er aldrei
að vita, hverju þessir krakkar kunna að taka upp á.
Lína, auminginn, ltleypur til að gá að stráknum.
— Hann ætti nú að vera farinn að geta passað sig sjálfur, orð-
inn finnn ára, muldrar hún. En það er eins og það hjálpist allt
að á þessum bæ. . . . Og hún hleypur út.
Lína, auminginn, hafði alltaf nóg að gera. Hún hafði alltaf
haft nóg að gera í þau tuttugu árin, sem hún hafði verið þarna.
Fólkið hafði þurft að vinna mikið hjá lienni Ingigerði heitinni.
Hún sjálf, Lína, hafði ekki einu sinni mátt vera að því að líta
í kringum sig. O, jæja, hvað hefði hún svo sem átt að gera við
mann? Og svo hafði dóttir Ingigerðar {mrft hennar með. . . .
Æ, já, var ekki lífið si-svona!
Svo hleypur hún við fót niður á kambinn.
— Nú, jæja, greyið litla. Hann situr bara þarna niðri í fjör-
unni. Ég lteld honum ætti að vera óhætt, meðan hann fer ekki
nær sjónum.
Hún snýr við og hleypur aftur inn í húsið.
LITLI drengurinn sezt í fjöruna. Hann er alltaf að hugsa
um blinda manninn, sem kom í vetur, manninn, sem gat
ekkert gert, af jtví að hann sá ekkert.
Mikið held ég, að það sé leiðinlegt að vera alltaf í myrkrinu.
Þá getur maður ekki gert neitt, eins og hitt fullorðna fólkið.
Aumingja. . . . aumingja Sigurður blindi. Hann situr alltaf
þarna undir veggnum og horfir eitthvað svo skringilega út á
sjóinn. Samt sér hann ekki sjóinn. Og þegar verið er að fylgja
honum út að skemmuveggnum, þá hefur hann alltaf með sér
stafinn sinn og prikar út í loftið með honum. Svo getur hann
ekkert leikið sér. . . . aldrei. En ég get leikið mér. Ég get
hlaupið og velt mér kollhnís, og ég þarf engan staf. Og ekki
heldur pabbi og ekki mamma og ekki Lína og enginn. Stund-
um finnur gamli maðurinn ekki sykurmolann, þegar hann er