Jörð - 01.09.1946, Síða 49
JÖRÐ
47
úr sokkunum. Heyrðu, er það nokkuð afskaplega ljótt að fara
Ur sokkunum, þegar mér er svo voða heitt á fótunum, að ég get
ekki hlaupið? Hann lítur spyrjandi á Sigurð.
Gamli maðurinn þegir við. Hann virðist ekki vita, hverju
eigi að svara.
— Gerðir þú það aldrei, þegar þú varst lítill?
— Eg man það nú ekki. Það er svo langt síðan.
— En heldurðu þá, að þetta sé svo afskaplega ljótt?
— Lítil börn eiga náttúrlega að gegna foreldrum sínum.
i7-11 • ■ . . ég held þetta geti nú ekki verið neitt voðalegt, ef þú
passar að klæða þig í strax og það fer að kula.
Láki hoppar upp.
— Eg vissi það .... ég vissi það! Það er ekkert voða ljótt.
Efann lileypur um og stingur sér kollhnís. Svo sprettur hann
upp og hendist til Sigurðar.
— Sko, finndu.... Ég er í engum sokkum núna. Ég fór úr
þeim, og þeir eru niðri í fjöru. Svo verður hann allt í einu
alvarlegur, bregður liendinni feimnislega í lófa Sigurðar og
hvíslar láfft:
— Mér finnst þú vera góður!
— Æ, blessaður drengurinn. . . . blessaður drengurinn! Og
gamli maðurinn bregður handarbakinu upp að augunum. Síð-
au fálmar liann niður í brjóstvasann og dregur fram eina litla
hvörn, volga úr vasa sínum.
— Hana, skinnið. . . . Hafðu þetta, ögnin .... Ofurlítið sætt
aÓ bíta í!
Láki réttur út höndina, og sykurmolinn liggur í lófa hans.
Nú átti hann að fleygja honum í grasið. . . . það hafði
uiannna sagt. . . . Rusl í vasa lians Sigurðar. . . .? Það var rusl
1 öllum vösum. Það var rusl í vasa hans sjálfs, og þar geymdi
hann stundum stóra mola og stundum kökur. . . . Hann liorfði
a molann í lófa sér. . . . lítill, hvítur moli. . . . ekkert rusl. . . .
°g nú átti hann að lienda honum í grasið. Svo mundi Sigurður
halda, að liann borðaði hann.
Láki leit upp og sá brosandi andlit og augu, sem virtust
horfa á eitthvað langt fyrir aftan hann.
— Finnst þér hann ekki góður, væni minn. . . .? Alveg nýr