Jörð - 01.09.1946, Page 53
JÖRÐ
51
Þetta er nýtt hljóð, en gamalt þó. Já, það er orðið langt síðan
• • • . Og þessi lykt, blessuð sjávarseltan, hressandi og lokkandi.
Hann finnur þetta svo gerla, og það er eins og sál lians vakni
;dlt í einu til vitundar um það, að hann sé staddur niður við
sjó, aðeins hársbréidd frá hafinu, sem hann hefur þráð svo
lengi. Drengurinn. . . . báturinn. . . . og fuglinn. . . . það er
adt rokið út í veður og vind. Æ já, hann þokast nær, stafurinn
gengur á undan, hikandi. . . . fálmandi, þar til heyrist skvamp.
Þá stanzar hann, blindinginn, og þenur út brjóstið, teygar loft-
í djúpum sogum.
barna er það. . . . við fætur hans. . . . ómælanlegt. . . . órann-
sakanlegt, breiddist út til l jarlægra stranda. . . . ókunnra landa
• • • • flæddi yfir lrnöttinn, inn í allar dýpstu rifur, sprungur og
dældir. Og það. . . . það á að vera hérna. . . . við fætur
hans. . ..!
Hví skyldi hann trúa — ósjáandi?
Nei, hann má til með að finna það, verður að skynja það við
hörund sér. Hann leggst á hnén. . . . Erfitt?. . . . Hvað um
það?. . . . Hendurnar, fálmandi, stóru, þær fara í kaf, lengra,
lengra, alveg upp að olnboga. Sjórinn þrengir sér upp í ermi,
gegnum skyrtu og inn að skinni og þá. . . . þá finnur hann það.
Hafið, það er hérna, hérna inni í erminni hans, kemur við
l>ann beran, og í hinni erminni líka, í þeim báðum. . . . og við
augu hans, munn, inni í nefinu og eyrunum og uppi í hárinu.
Hann er í því, það í honum. . . . Þetta dásanrlega, grængol-
andi haf. Hann, sem gengur í rnyrkri, hann hefur enn á ný
hmdið Jrað við hörund sitt, enn á ný látið það renna gegnum
greipar sér. . . . Blessaða hal’!
Hann gefur saltvatninu nægan tíma til að verka í gegnum
erinarnar og buxurnar. . . . inn að hnjánum, Jrokar sér lengra,
stmgur höfðinu aftur ofan í og heldur niðri í sér andanum.
Og þá er eins og hann heyri eitthvert hljóð niður í gegnum
vatnið, eitthvert fjarlægt hljóð. . . . Fólkið....? Piltarnir í
skemmunni. . . .? Hefur Jrað komið auga á hann?
Hann lyftir höfðinu og hlustar. Nei, Jrað heyrist ekkert. Mis-
l'eyrn.... elliglöp?
Nú, og þótt Jreir hefðu kallað — hefði hann Jrá staðið strax
4*