Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 55
JÖRÐ
53
Og nú kom það ekki frá skemmunni, nei .... það kom frá
sjónum.
— Barnið! hrópar hann. . . . Barniðl
Og hann stendur upp og hleypur út í sjóinn og dettur áfram.
Hann getur það ekki.... Ekki einu sinni það. . . . ekki einu
sinni það. Og elsku barnið. . . . Hjartans barnið. . . .! Það hafði
verið að ná í fuglinn fyrir hann.
— Ó, Guð minn.... hlífðu mér. .. .!
Li'kami hans hrynur saman. Hann liggur eins og eitthvert
hrúgald í flæðarmálinu.
ÞOKUSLÆÐINGUR læðist út með hlíðinni. . . . Konungs-
dóttir í álögum. Hún fer hægt. . . . hún læðist. . . . Sorgin,
vonleysið íþyngir henni. Örlög sín getur hún ekki flúið.
Himinn er skýjaður. Það eru dimm ský og þungbúin. Þau
draga sig saman og lækka sig. . . . þokast nær jörðinni. Ef til
vxll láta þau sig detta. . . . ofan í hafið, dökkgrænt, úfið. . . .
niður í grasið, hnípið og skjálfandi.... í gegnum þokuna,
niður á klettana svarta og kalda.
Ef til vill láta þau sig falla ofan á húsið, þar, sem fólkið
grætur inni, á skennnuna og bátinn í fjörunni. Kannski verða
það örfáir dropar.... Það getur líka orðið mikil skúr.
Ómur af söng. . . . jarðarfararsöng, berst út unr opin
glugga. Raddirnar eru veikar og lágar, allar, nema rödd prests-
rns. Hún er hvell og skerandi. Ömurlegur söngur. . . . Átakan-
lega vanmáttugt kvak.
Hvít kista, lítil, skreytt nellikum og rósum, sem húsfreyjan
liefur klippt af pottablómunum sínum. . . . eins og lítill hvít-
niálaður stokkur á miðju gólfi. . . . drottins undur, sem heim-
disfólkið hefur safnazt í kringum.
bað sat skipulega á stólum eða koffortum, húsfreyja til hægri
handar prestinum og húsbóndinn til vinstri. Vinnukonur og
vinnumenn í röð út frá þeim. Konan, móðir barnsins í kist-
unni, var hvít sem nár, með rauðum dílum hér og hvar á hálsi
°g kinnum. Svipurinn var hörkulegur. Hún grét ekki, en hún
hélt á hvítum vasaklút í hendinni. Bóndinn var niðurlútur og
þreytulegur. Tár hrundu niður kinnar hans, ofan á jakkalöfin.