Jörð - 01.09.1946, Síða 56
54
JÖRÐ
Strákurinn, sem bar vatnið, var órólegur. Það var svo vont,
svo óttalega vont að vera við jarðarför. Hann gat ekki grátið,
en sanrt langaði hann til þess. ... En þegar Þorvaldur bóndi
bar litla drenginn dáinn heim í fanginu, þá hafði strákurinn
farið á bak við hús, og tárin höfðu komið ósjálfrátt. Það var
svo óttalegt að sjá litlu hendurnar hanga svona máttlausar
niður, og lifcla andlitið hafði verið svo náfölt og varirnar saman-
bitnar. Og það, sem liafði ekki verið lengra en síðan um rnorg-
uninn, að hann hafði verið að leika við drenginn. Og þá hafði
hann verið svo glaður, og sagt, að sér þætti svo gaman, af því
að nú var komið sólskin. Og svo hafði liann dottið í sjóinn
og dáið, einmitt, meðan sólin skein og honum þótti svo gaman
að leika sér. Já, þá hafði allt verið svo voðalega leiðinlegt, og
það var það líka núna. En það var bara ekki hægt að gráta,
þegar svona margir sáu, og svo söng presturinn líka nærri því
eins og kvenmaður — og Lína svo hjáróma. ... og allir eitthvað
svo einkennilegir.
Sigurður blindi sat yzt í hringnum. Hann var með trefil um
hálsinn, því hann hafði fengið slæmt kvef eftir sjóvolkið.
Hann var hugsi:
Kvef. . . . huh. . . . Það var nú víst ekki nóg. Menn verða að
fá meira en kvef, til þess að drepast. . . . helzt lungnabólgu.
Því hafði hann ekki andskotazt til að fá lungnabólgu. . . .? Eða
þá hreinlega drukknað? Það hefði þó verið skárra en þessi
martröð. . . . Dag og nótt. . . . glóandi augu, sem stara á hann
ásakandi. . . . Þessi hræðilega þögn, og myrkrið, helsvart. . . .
Morðingi. . . . barnsmorðingi, eins og Heródes. Var það ekki
það, sem fólkið meinti með þessari hræðilegu þögn? Því gat
það ekki slengt því út úr sér, lnih. . . . ? þó skömminni til skárra.
Það vissi það svo sem, að þetta var honum að kenna, hverjum
öðrum fremur? Því gat það ekki lamið hann.... barið liann?
Það mundi þó líklega duga á hálfdautt gamalmenni. Það var
pínandi.... kveljandi. Hann, barnsmorðinginn, látinn sitja
þarna innan um syrgjandi fólkið og engum datt í hug svo
mikið sem að stjaka við honum. Það þagði.... það þagði....
Það var djöfullegast af því öllu.