Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 58
56
JÖRÐ
— Vinir nrínir! Nú hefi ég sagt ykkur þessa fallegu sögu.
Og ég vona, að okkur öllum hér auðnist, einhvern tíma á lífs-
leiðinni, að sýna slíkan hetjuskap. Því að þó að Guði hafi ekki
þóknazt að láta litla drenginn lifa þetta af, þá er þó söm gerð
hins blinda manns.
Og þar, sem þessi blindi vinur vor allra, Sigurður Sigurfinns-
son, getur ekki komið með okkur til kirkjunnar, vegna lasleika,
vil ég færa honum hér, í viðurvist alls heimilisfólksins, hinar
beztn þakkir frá drengnum litla, sem dó, og hans syrgjandi for-
eldrum. Anien.
Síðan var sungið, og nú grét allt fólkið, nema blindinginn.
Kistan var borin út, lítil, létt, með nellikum og rósum á lok-
inu. Fólkið gekk á eftir, niðurlútt. . . .konurnar með klúta við
augun. Fylkingin færðist hægt niður að sjávarmálinu, fram á
bryggjuna litlu og út í bátinn. Síðan var lagt frá landi og róið
inn með ströndinni, inn í þokuna. . . .
En heima á Idaðinu stóð blindur maður í rúðóttum jakka.
Hann horfði til himins, en sá ekkert nenia myrkrið svart. . . .
ekkert, nema myrkrið svart.
Eitthvert máttarvald hafði tekið himininn frá honum líka.
Nú vissi hann það Jró, livað var að vera blindur. Og liann, sem
hafði haldið sig blindan, þó að hann sæi ekki veröldina!
Vorkveðja til lóunnar frá Rögnvaldi í Réttarholti
]>ú ert lúin, lóa mín,
langt að komin ertu;
sumarljóðin syngdu þín;
s;el og blessuð vcrtu.
Hérna byggðu móinn nrinn,
muntu vel þar una,
svo ég heyri sönginn þinn
inn sólaruppkomuna.
Gömluin veittu gleði mér,
gott er liug að yngja;
ungunum þínum öllum hér.
áttu að kenna að syngja.