Jörð - 01.09.1946, Side 59
Pétur Sigurðsson:
Hvernig lízt æskunni á heiminn?
AMERÍKUMENN iðka mjög skoðanakönnun. Ekki aðeins
. með almennum kosningum spyrja þeir þjóðina um vilja
liennar og skoðun, lieldur og oft endranær, þegar viðburða-
nkir tírnar eru eða einhver sérstök vandamál á ferð. Sjálf-
sagt er þetta góð aðferð. „Sjaldan lýgur almannarómur," segir
iornt orðtak, og hinn snjalli kínverski rithöfundur og spek-
ir>gur, Lin Yutang, segist hallast mjög að því, að múgurinn sé
alltaf verksveit Drottins — „God always works through the
mob". Slíkum fullyrðingum verður auðvitað að taka með
allri varfæmi, en vitnisburður margra þykir þó jafnan vissari
en fárra.
Nýlega hafa Ameríkumenn spurt æskulýðinn þar í landi
11111 álit hans á einu og öðru. Hvernig lí/.t þá æskunni á h'eim-
mn? Unga kynslóðin stígur inn í nýtt tímabiJ í sögu mann-
kynsins. Það er tímabil atómorkunnar. Getur æskulýðurinn
'itið björtum augum á morgun þess tímabils? Rennur sól
þeirrar aldar upp með „græðslu undir vængjum sínum?" Ef
^skan lrorfir spámannsaugum langt út í fjarskan, þá eru fjöllin
vafafaust blá og fögur, en fyrir fótum hennar breiðast ekki út
blóndeg héruð og brosandi land.
J’ttur Sigurðsson, erindreki, er fxddur 27. nóvember 1890 á Hofi á
Höfðaströnd, sonur S. I'orvaldssonar bónda og konu hans Valgerðar
Pétursdóttur. Sveinsbréf í liúsgagnasmíði eftir fimm missira nám í
Noregi. Stundaði ýmislega kennimensku frá 1916 í Kanada og hér
lieima. Um árabil erindreki Good-templar-reglunnar, nú ritstjóri hins
gróskumikla bindindismálablaðs „Eining". Rit: Heimur og heimili og
Htiigheimar (ljóðabækur), Takið steininn burt, Auðæfum blásið burt,
Stórglæpir þjóðanna, Falinn eldur, Æskan og framtíðin, Astalíf, fjöldi
blaðagreina, dagbók síðan 1914. Kvæntur Sigríði Elínu Torfadóttur,
Halldórssonar útgerðarmanns á Flateyri. Pétur karin flestum betur að
fagna því, sem koma skal, jafnframt því að halda hinu gamla góða.
Hann hefur lært jafnt af lffi og lestri og er i stuttu máli einn af upp-
byggilegustu mönnum þjóðfélagsins.