Jörð - 01.09.1946, Side 60
58
JÖRÐ
Vissulega íiafa síðustu
■heimsstyrjaldimar tvær ekki
plægt þann jarðveg, sem
heppilegastur er fyrir sálar-
gróður og skapgerðarrækt
uppvaxandi kynslóðar. Og
ekki hefur eldri kynslóðin
gert brautir æskunnar beinar.
Hún hefur ekki búið barninu
eða æskumanninum bjartan
og elskulegan heim öryggis og
velfarnaðar.
Svarta skugga ber víða urn
lönd af geigvænlegum upp-
vakningum, og Gkimsaugum
gægjast hvarvetna fram undan
skuggalegum dröngum í hinu
mikla ódáðahrauni heims-
vandamálanna, og glápa ógn-
andi í vonarbjört augu æsku-
lýðs atómorkutímabilsins.
Spakir, lífsreyndir og marg-
fróðir menn hafa skrifað
margar bækur síðasta áratug-
inn og flett ofan af stjórnmálaspillingu stórveldanna og þjóð-
anna yfirleitt, afhjúpað tortryggnina, undirferlina, óheilindin
og hin svívirðulegustju brögð og refjar í stjórnmála- og við-
skiptaflækjum þjóðanna. íslendingar Iiafa lesið nokkuð af
þessum bókum, en auk þeirra, sem þýddar hafa verið og
þekktastar eru hér, þyrfti ég ekki annað en benda á bækur
eins og Diplomacy and Gocl eftir George Glasgow, rnann,
sem um tvo til þrjá áratugi skrifaði fyrir ensk stórblöð um
utanríkismál, og talar því af þekkingu, en ekki vægir hann
sinni þjóð. Einnig bókina, sem áður var vitnað í, Between
Tears and Lauglrter — Á ég að hlæja eða gráta? — eftir kín-
verska spekinginn, Lin Yutang.
Hvernig verður þeirri æsku innanbrjósts, sem les þessar
Er ii'skulýðurinn til þess að múg-
myrða hann?