Jörð - 01.09.1946, Síða 62
60
JÖRÐ
Margir töldu sig hafa fengið of litla fræðslu viðvíkjandi hjú-
skaparlífi og óskuðu þess að fá fullkomnari fræðslu um allt
það, er lýtur að kynferðislífinu. Yfir 66 % töldu að slík fræðsla
ætti að veitast í foreldrahúsum, 58 % kusu fræðslu kennaranna
eða hvorttveggja, 12 % gagnfræðaskólanemanda töldu fræðsl-
una bezta hjá læknum, og enn færri vildu leita til Kirkjunnar.
Yfir 50 % þeirra, sem spurð voru, álitu ekki, að foreldrar
liefðu orðið hirðulausari um aga og uppeldi barna sinna á
stríðsárunum en endranær, en 24 % héldu, að slakað hefði
verið á eftirliti með æskunni á þessu tímabili. 49 % af báðum
kynjum töldu, að siðferðislífi gagnfræðaskólanemenda hefði
hnignað yfirleitt á stríðsárunum, en 25 % álitu þar hafa orðið
l'ramför.
Af þeim, sem skoðanakönnun þessi náði til, eru meira en
80 % innritaðir félagar í kirkjulegum söfnuði. Af öllum, sem
þeir þekktu til á þeirra aldri, taldist þeim til, að 70% reyktu og
25 % neyttu áfengis.
Þessi æskulýður tekur allverulegan þátt í útilífi og leikum,
fáum þeirra er leyft að vera úti eftir miðnætti, 48 % fá þó
að vera úti frá heimilum sínum til kl. 1 eftir miðnætti á
laugardagskvöldum, aðeins 18 % lengur. Meiri hlutinn
(stúlkur 54% og piltar 78%) töldu aldurinn 21 árs til 25
heppilegastan giftingaraldur fyrir bæði kynin, 44 % voru
reikul í skoðunum viðvíkjandi þessu og töldu sumir stúlkur
geta gifzt yngii, 18—21 ára.
Enginn sýndi neina hneigð til leti og aðgerðaleysis, en fyrir-
ætlanir voru nokkuð óákveðnar, sumir gerðu ráð fyrir her-
þjónustu og voru óráðnir að öðru leyti. Meira en helmingur
gerði ráð fyrir að stunda nánr við menntaskóla (college), og
meira en 70 % af þessum gerði ráð fyrir að vinna sér inn
að einhverju leyti sjálf fyrir kostnaðinum við framhalds-
menntun sína.
Þótt margir létiu í ljós löngun til þess að sjá sig eitthvað um
í heiminum, töldu 52 % sig ráðin í að setjast að í heimahög-
um. Bezta útiskemmtun þeirra og íþróttir voru ýimsir bolta-
leikir. Gagnfræðaskólanemendur sóttu kvikmyndahús að jafn-