Jörð - 01.09.1946, Síða 63
JÖRÐ
61
aði vikulega; uppáhaldslesmál þeirra (72 %) voru ýms tíma-
rit (magazines).
Yfir 60 % voru þeirrar skoðunar, að atómsprengjuvanda-
Ir>álið astti alþjóðanefnd að hafa með höndum, en ekki aðeins
SLl þjóð, sem framleiddi atómsprengjuna. 71 % töldu Rússa
sterkasta lieimsveldið að Bandaríkj.unum fráteknum. Roose-
velt sögðu þeir aðspurðu mesta manninn undanfarin áratug.
Mestu vandamálin að stríðinu loknu álitu þeir vera: utan-
nkismálin, meðferð atómorkunnar og atvinnumálin.
Yíeiri hluti var fylgjandi almennri herþjónustu. Þar voru
stúlkurnar hærri. Þeirn lízt líklega vel á hermennina. Þriðji
l'luti af báðum kynjum var á móti allri herþjónustu.
AF SVÖRUM þessara ungu manna, karla og kvenna, kemur
það glöggt í ljós, að óskir þeirra eru í fullkomnu samræmi
V1ð þrá mannkynsins í heild. Óskin er þessi, að geta lifað mann-
'egu lífi, fá að búa í friði við sæmilegt atvinnulíf og dágóða af-
h°mu, geta stofnað heimili á heppilegum aldri ævi sinnar og
Hfað þannig eðlilegu og notalegu lífi.
Því ekki láta öllum mönnum þetta í té? Það er hægt, en það
er vandameira en margur hyggur. Ekki er nóg að stjórnmála-
irtenn og leiðtogar þjóða hafi fullan hug á slíku og góðan vilja
Hl framkvæmda; meira þarf til, þótt þetta nái að vísu langt.
Skyldi æskulýðurinn í Ameríku, er svaraði spurningum tíma-
ritsins I.OOK, liafa hugleitt hina fornu kenningu: „Látið
sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús“?
Menn þrá frið, en vilja þeir ganga svo frá sjálfum sér, hver
önstakur maður og hver einstakur unglingur, að þeir séu
Þeppilegur efniviður í hið mikla musteri menningarinnar,
ntusteri heimsfriðar og bræðralags allra þjóða? Vilja þeir láta
..uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús“? Gera þeir sér
Ijóst t. d., að sá maður, sem ekki temur sér sjálfsafneitun, er
ekki lieppilegur efniviður í friðarmusteri mannkynsins. Bind-
indislaus nraður er ekki lieppilegur hornsteinn í slíka bygg-
ingu. Bindindislaus maður á ekki fullkomið jafnvægi sálarinn-
arJ innra með honum býr ekki hið mikla og kyrra djúp þess
H'iðar, ,,sem yfirstígur allan skilning.“ Hann á ekki þá full-