Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 64
62
JORÐ
komnu geðró, og þannig er það með voldugar þjóðir og heim-
inn í heild. Bindindislausar og svallsamar þjóðir gæta ekki
skapsmuna sinna, eins og vera ber. Bindindislaus heimur verð-
ur alltaí' friðlaus heimur. Bindindisleysi er alltaf undinót
óstjórnar og vanstillingar, og óstjórn og vanstilling er undirrót
alls konar ófriðar. — Þegar ég tala hér um bindindi, á ég við hið
fullkomna og altæka bindindi, þ. e. fullkomna sjálfstjóm.
Æskumennirnir, er svöruðu spurningum tímaritsins LOOK,
játuðu, að 70% af þeim og jafnöldrum Jreirra reyktu (og við
viturn, livernig nútímamenn reykja) og 25% þessara æsku-
manna neyttu áfengis. Auðvitað fylgir þessu margs konar ann-
að bindindisleysi, of miklar göngur á kvikmyndahús, of mikill
reyfaralestur og fleira þess háttar, en allt hefur þetta djúptæk
áhrif á skapgerðarþróun manna, viljaþrek og festu.
Sá maður, sem ekki á frið og jafnvægi í sálu sinni, getur ekki
vænzt þess, að alger friður ríki umhverfis hann. Og þjóð, sem
býr við alls konar uppnám, losarahátt og friðleysi innbyrðis,
getur ekki krafizt þess að friður ríki í heiminum.
Frá hvaða lilið sem hið mikla vandamál heimsins er skoðað,
þá vex það í augum. Þar standa allir andspænis sömu krossgát-
unni og með hænuna og eggið. Hænu þarf til þess að fá egg og
egg þarf til þess að fá hænu. Hvort er mikilvægara?
Hvort er mikilvægara, skipulagið eða mannræktin sjálf? Gott
skipulag ])jóða þarf til þess að öll menningarrækt beri góðan
árangur, en góð menningar- og mannrækt er nauðsynleg til
þess að gott skipulag fáist og standist. Hvort er fyrst? Á hverju
skal byrja?
Þess væri þörf að skipta verkum hyggilega. Láta stjórnmála-
menn og þjóðaleiðtoga berjast fyrir því, að korna á í heiminum
svo réttlátu og góðu þjóðaskipulagi, að öll menningarrækt geti
horið mikinn og góðan árangur. En hver einstakur þegn þjóð-
félágsins sýndi fullkomna þjóðhollustu með því að vinna að
sjálfsbetrun og þeirri menningar- og mannrækt, sem nauðsyn-
leg er til nýtingar og viðhalds réttlátu og igóðu þjóðskipulagi.
Strengdu þess heit, að á pér skuli björgun heimsins ekki
stranda. Strandi hún, skuli það verða annarra verk eða van-
ræksla. Hugsi margir þannig, þarf ekki að vorkenna æskunni.