Jörð - 01.09.1946, Síða 76
Hvað gerist
bak við „járntjaldið"?
SÆNSKA tímaritið ALI/1 hefur orðið sér úti um áiit eða
umsögn fjögurra blaðamanna, er sjálfir liafa dvalið nokk-
uð á hernámssvæði Rússa í Mið-Evrópu og löndunum þar aust-
ur af, — viðvíkjandi ofangreindri spurningu, og birtir svör
þeirra í apríl-hefti sínu í vor er leið. Verður hér þýddur út-
dráttur úr svörunum. ,,Járntjaldið“ er, eins og flesta mun reka
minni til, líking, sem Churchill kom fyrstur fram með, til að
tákna leyndina, sent ríkir ylir umráðasvæði Rússa í Norður-
álfunni. Hann komst þannig að orði við þetta tækifæri:
„Ég aðvara — tíminn getur orðið stuttur. . . . Enginn veit,
hvað Rússland og liið alþjóðlega kommúnistakerfi þess hyggj-
ast fyrir í nánustu framtíð, eða hverjar takmarkanir eru fyrir
útþenslu- og trúboðsáhuga þeirra, — ef þær eru yfirleitt ein-
hverjar. Frá Stettin við Eystrasalt til Triest við Adríahafið hef-
ur verið fest upp járntjald yfir Evrópu þvera. Og bak við það
.iggja höfuðborgirnar Varsjava, Berlín, Vín, Búda-Pest, Bel-
grad, Búkarest og Sofía.“
Umsögn Gulmanns um Berlín.
r
EG kynntist í fyrsta sinn hin-
um sigurkrýnda, rússneska
lier í nraí 1945. Berlín var í rúst-
um og rústirnar stóðu í björtu
báli. Mongólar, Kákasíumenn,
Úkraínar, Hvít-Rússar, Armen-
ingar ruddust inn í hina hrundu
borg, rændu og rupluðu, nauðg-
uðu og skutu niður almenna
borgara — ég sá það allt með eig-
in augum. Berlínarbúar ypptu
Grcln þessi birtist í sænska
tímaritinu „ALLT i fickfor.
niat" (Allt í vasaútgáfu).
Ritstjórar: Nils Kjellström,
Gustaf von Platen og Stig
Nordfeldt. Tímaritið er
mjög fjölbreytt og skemmti-
legt. Heftið er einar 4 arkir
auk auglýsinga, með heldur
smáu letri, mörgum mvnd-
um og kostar í bókabúðum
kr. 1,35.