Jörð - 01.09.1946, Síða 78
76
JÖRÐ
Umsögn Henry Buckleys um Dresden.
IN fræga Dresden 18. aldar er farin-að rísa úr rústunnm,
J. J. sem taka yfir 14 kvaðratkílómetra svæði í miðri borginni
eftir loftárásina 13. febrúar 1945. Áætlað er, að það taki 12 ár
að endurbyggja svæðið. Aðrir borgarhlutar eru mikið til heilir.
A hverjum sunnudegi koma 24—50000 sjálfboðaliðar og vinna
að tilhreinsun, þrátt fyrir sultarfæði og harða vinnu á virkum
dögum.
Bílvegurinn milli Berlínar og Dresden er að mestu óskadd-
aður. Ég kom eftir honum til borgarinnar, og voru göturnar þá
hér um bil mannlausar. Á litlu torgi flutti hátalari pólitískt
erindi. Alls staðar á rússneska yfirráðasvæðinu eru hátalarar,
sem þylja „út í eilífan bláinn“.
Ibúar Dresdenar báru það ljóslega með sér, að á þeim hvíldi
eitthvert ógnarlarg, og er því allt öðruvísi farið á brezka um-
ráðasvæðinu, þar sem menn að vísu ern svangir, en engn að
síður frjálslegir og glaðlegir. Þar eru menn ekki lengur um-
setnir og ófrjálsir að sinni eigin samvizku og skynsemi. í Dres-
den koma tit tvö blöð, en í þau er allt sigtað og síað. Sama er
auðvitað að segja um útvárpið í Berlín og Leipzig. Urn hríð
mátti blusta á útvarp Vesturveldanna, en svo voru bönnuð
tæki stærri en þriggja lampa.
Það getur ekki heitið, að Rússi sjáist með Þjóðverja — ekki
einu sinni þýzkri stúlku. Það er ekki bannað, en þeim fellur
ekki saman.
Umsögn Rex Lloyds um Brandenburg.
IAUSTUR-ÞÝZKALANDI tala allir um endurskipun jarð-
eignanna. í eyfum bændanna, sem frá akla öðli hafa nnnið
á annarra jörð, lætur þetta orð í eyrum líkt og fegursta hljóm-
list. í Brandenburg hefur rúmlega 800.000 hektörum, er áður
voru í eigu junkara, verið skipt upp á milli leiguliða og land-
flóttamanna (úr landshlutunum, sem lagðir voru undir Pól-
land). Hver bóndi fær 6—10 hektara eftir jarðargæðum og 5
hektara skógar í ofanálag. í staðinn eiga bændurnir að greiða