Jörð - 01.09.1946, Page 79
JÖRÐ
77
300 mörk árlega í 10 ár. Svo eiga þeir rétt til 3000 marka lán-
veitingar til að koma upp húsum. F.nn fremur eiga samvinnu-
bankar að mynda „samhjálparnefndir", er eigi og láni út meira
háttar landbúnaðarvélar og liafi umsjón með mjólkurbúunum,
er fylgdu höfuðbólum liinna fornu jarðardrottna.
Umsögn Howard Reelys um Vín, Búda-Pest, Búkarest, Prag.
r
IVIN eru daglegar skærur milli íbúanna og rússnesku her-
mannanna. Kynsjúkdómar eru þar í algleymingi — 65.000
nýir sjúklingar.
Við kosningar í nóvember árið sem leið fengu kommúnistar
nðeins 5% atkvæðanna. Ástæðan var ekki sú, að kommúnistar
séu svona liðfáir í Austurríki, heldur hitt, að jafnvel þeir ótt-
uðust, að sterkur kommúnistískur þingflokkur mundi gefa
Rússum aðstöðu til „samvinnu“, er ekki þótti æskileg. í Ung-
verjalandi var útkoman svipuð. Þar varð „Flokkur sveitaverka-
>nanna“ ofan á, jafnvel í borgunum, enda var það eini andrúss-
neski flokkurinn, sem fékk leyfi til að taka þátt í kosningunum.
Samvinnan við hernámsvaldið er slæm. Vilji maður koma
einhverju máli áfram við það, verður maður helzt að geta talað
ntissnesku og að sjálfsögðu úthúða Bretum og Bandaríkjamönn-
nm niður fyrir allar hellur. Brétar liafa að mestu orðið að hætta
að senda matvæli gegnum svæði Rússa, því þeir ræna þeim
nema sterkur hervörður fylgi. Algengt er, að ferðamenn séu
rændir og flettir klæðum af rússneskum hermönnum. Og það
kemur oft fyrir, að borgarar liverfa og spyrst ekki meir til
þeirra.
T Búda-Pest er ástandið svipað. „Hér er óttalegt," sagði mað-
ur úr ameríska sendiráðinu við mig. „Hér er á annað hundrað
bonum nauðgað daglega. Og afkoman er engu betri en í Berlín
°g Vín.“ — „Þeir hafa þegar tekið allar vélarnar okkar, og nú
eru þeir byrjaðir á miðstöðvarofnunum og gluggarúðunum,"
sagði jafnaðarmannaleiðtogi við mig. — „Þeir hafa tekið allt
frá mér,“ sagði bóndi nokkur við mig, „hverja skepnu, allt
born, allt hey, og seinast tóku þeir hundinn minn og dóttur
uiina." Nokkrum dögum áður var nágranni hans skotinn fyrir