Jörð - 01.09.1946, Side 84
82
JÖRÐ
„Já, þá mundum við eignast stóra tjörn úr bráðnu bergi, sem
engin lifandi vera gæti nálgast fyrir hita öldum saman.“
„Rétt,“ mundi Skotinn bæta við háðslega, „og verða auk þess
að athlægi allra eðlisfræðinga! Jæja, við skulum halda áfram,
Carl. Þetta eru dáindis tímar fyrir þá, sem þeir kalla frjálsa
menn!“
Já, tíminn, dagsetningin! Þetta var í maílok eða snemma í
júní, en hvaða ár, það vitum við ekki. Þær óljósu greinargerð-
ir, sem Evans, Lalunal og Stackpole höfðu gefið út um þau
efni, birtust 28 árum eftir að fyrsta atómsprengjan sprakk og
hinn ægilegi geislabaugur frá sundrun frumeindanna lýsti
himininn yfir auðnunum í New Mexico í USA. Svo að þetta
hlýtur að minnsta kosti að vera einu vori síðar, ef til vill 1974.
Everson og Dunn höfðu sent út skýrslu og spurningar í von
um að geta náð í frekari upplýsingar, en norska ritskoðunin
hafði stöðvað þau skrif, og þeir höfðu enga hugmynd um að
þeim hafði verið sleppt út nýlega og voru meira að segja
komin á prent. Þeir höfðu engin sambönd haft við umheim-
inn í nokkrar vikur.
Þeir stóðu þarna í sólskininu og allt í kringum þá ríkti
kyrrð heimskautamorgunsins. Brátt vöndust þeir birtunni og
tóku niður námuluktirnar úr húfunum. Þeir löbbuðu af stað
og gengu hröðum skrefum frá námuopinu og fylgdu þræði,
sem lá í grasinu.
Við enda þráðarins stönzuðu þeir hjá sprengjukveykju. Þeir
stóðu yfir þessu litlá, óásjálega áhaldi eins ög hikandi. Skotinn
var rauðhærður, Norðmaðurinn ljóshærður. Báðir þessir ungu
myndarlegu menn voru hugsi. Þetta voru góðir menn.
„Smelltu af,“ sagði Skotinn.
„Mér býður við því.“
Og skotinn tók glottandi sprengjukveykjuna og gaf sam-
band.
Samtímis heyrðust dynkir frá námuopinu, og jörðin kipptist
til undir fótum þeirra. Fyrst sást svolítið reykský og svo gaus
mökkurinn upp úr námuopinu. Lyftan hrapaði og húsið yfir
henni féll saman. Hér og þar í neðanjarðargöngunum sprakk
dýnamít og göngin hrundu saman. Hluti af gangakerfinu var