Jörð - 01.09.1946, Side 88
86
JORÐ
svo halda fyrirlestui' um eðlisfræði. Og jafnvel þótt ég væri
fáanlegur til þess, þyrfti fyrst að rannsaka fyrirlesturinn, og
þetta ættuð þér að vita. I>að mundi taka langan tíma, því að
það mun tæplega vera svo auðgert að skilja það senr þér skrif-
ið.“
„En ég fullvissa yður, það er geigvænleg hætta á ferðinni."
„Hætta!“ hreytti lávarðurinn út úr sér með fyrirlitningu.
„Til fjandans með þetta skraf um liættu! Náungar, sem fengizt
hafa við svipað og þér, hafa verið að blaðra um þessa hættu í
þrjátíu ár. Sendið þessa bannsetta leiðréttingu yðar á eigin
spýtur, — ég hjálpa yður ekki.“
Þeir þögðu. Hin rólegu, dökku augu Indveijans mættu blá-
um augum Englendingsins.
„Mér þykir leitt að ég skuli hafa truflað yður. Ef til vill er
þetta ekki svo áríðandi."
Landsstjórinn kinkaði kolli.
„Þér eruð slæptur, ungi maður. Takið yður viku hvíld uppi
í fjöllunum. Ef rektor háskólans vill ekki sleppa yður, þá látið
mig bara viba.“
Chandra þakkaði og fór heim. Hann fékk sér aftur sæti í
útidyrunum og horfði í leiðslu út í garðinn. Skuggar trjánna
teygðu sig út á flötinn og urðu stöðugt lengri.
JEFFRY STACKPOLE, prófessor við Harvardháskóla og
tekniska háskólann í Massachusetts, dvaldi langt að heiman
og hafði verið það lengi. Undirmaður hans benti honum á
villuna í útreikningi þeirra Everscm og Dunn. Stackpole var
yfirverkfræðingur við úrannámur, kenndar við Clriang Kai-
Shek. Aðstoðarmaður hans, Plummer, drap á dyrnar og gekk
inn án þess að bíða eftir svari. Hann liélt á Ársfjórðungsriti
fyrir alþjóðlega eðlisfræði. Plummer var nýlega kominn að
heiman, frá Ameríku; liann hafði þótt ágætur knattspyrnu-
maður, en var nú orðinn ennþá betri atomkjarnasérfræðingur.
Hann hafði gaman að þessari uppgötvun sinni.
„Sjáðu þetta, ég var rétt að opna ritið. Dunn hefur víst feng-
ið Nóbelsverðlaun, en þessir útreikningar þeirra Eversons eru
ekki upp á marga fiska.“