Jörð - 01.09.1946, Page 89
JÖRÐ
87
Stackpole var ungur, á að gizka rúmlega fertugur, magur-
leitur, brúneygður og orðinn sköllóttur. Röddin var sterk, en
þó þýð. Hann var aðlaðandi og vakti á sér traust við fyrstu
sýn. Fyrir framan hann á borðinu lágu kostnaðarreikningar,
sem hann ýtti til hliðar og glampinn í augunum gaf til kynna
að hann kippti sér ekkert upp við þessa dálítið skyndilegu
komu Plummers inn í herbergið.
„Vismútl Lof mér að sjá.“
Pilummer hélt áfram með ákefð: „Þeir gleymdu að reikna
með stærðinni sem óendanlegri við þenna sérstaka þrýst-
ing _ _
„Hættu, ég get sjálfur lesið þetta.“
Hann las í fimm, tíu, fimmtán mínútur. Andlit hans stirðn-
aði. Plummer veitti því eftirtekt og varð alvarlegur. „Þú heldur
þó ekki, Jeffry, að þeir geti farið að----.“
„Geti farið að! Hvað getur maður ekki búist við að þeim
detti í hug, sem reikna svona?“
„Hvað ætlarðu að gera?“ Rödd unga mannsins var óstyrk.
Stackpole lokaði ritinu. „Biddu May að ná í bílinn. Ég
ætla að fara og tala við hershöfðingjann þegar i nótt. Hver
veit nema hér sé þetta á ferðinni, sem við höfum alltaf óttast.
Ef til vill kennir þetta mönnum, að það er ekki hægt að loka
vísindin inni á ýmsum stöðum í heiminum. Ég ætla að vita,
bvort hershöfðinginn vill ekki sleppa mér til Glasgow með
næstu flugvél, svo að ég geti leitað þá félaga uppi, hvar sem
þeir eru nú niður komnir. Svo getum við þá gefið út sam-
eiginlega yfirlýsingu uin þetta. Það er nauðsynlegt að koma í
veg fyrir allt kák á þessu sviði þegar í stað.
Hann setti upp hattinn og fór í regnkápuna. Það voru engir
gluggar á skrifstofu hans. Það voru sérstakir birtugjafar og
sjálfvirk loftræsting. Allt var af nýjustu gerð. Hann vissi að
hann þurfti regnkápuna af því, að mælir á skrifborðinu hans
gaf til kynna veðrabrigði.
Stackpole slökkti og gekk út. í herberginu fyrir framan
sat kínversk stúlka við skrifborðið.
„Ég sendi eftir bílnum,“ sagði stúlkan.
Hann veitti því nú í fyrsta skipti athygli, að stúlkan var