Jörð - 01.09.1946, Page 90
JÖRÐ
88
falleg. Það er einkennilegt, hvernig athyglisgáfan getur skerpst
á örlagaríkum stundum----------.
Hann stikaði löngum skrefum eftir ganginum og út. Regnið
buldi á honum og vindurinn rykkti í kápuna. Það brá fyrir
eldingu og þrumur heyrðust í nálægð. Hugur hans var úr
jafnvægi.
Bíllinn kom, en hann veitti því ekki eftirtekt. Hann
dreymdi. Löngu liðinn atburður rifjaðist upp fyrir honum.
Hann var að kveðja stúlkuna sína heima í New York. Hún
vildi ekki giftast honum úr því að liann ætlaði að búsetja sig
í Kína, en samt sagðist hún elska hann. Sem snöggvast var
honum hugsað til May Tom — — —. Cheng flautaði og
Stackpole hljóp niður tröppurnar. Þeir óku framhjá mörgum
og stórum fúnkísbyggingum í áttina til herforingjans. Þarna
var unnið heilmikið úran og breytt í orkugjafa handa þessari
stóru og stöðugt vaxandi þjóð. í glampanum frá eldingunum
fannst Stackpole þessar stóru byggingar ægilegar og andvígar
þeim, sem höfðu skapað þær. Hann reyndi að tala við Cheng
til að eyða þessum hugsunum. „Hvernig líður yður í kvöld?“
Bílstjórinn yppti öxlinni. „Ekki vel, dr. Stackpole."
„Eru það ástarraunir eða eitthvað slíkt?“
Cheng hristi höfuðið. „Ég held að það sé bara þessi sama
tómleikatilfinning, sem gerir að mér líður ekki vel, og svo
margir aðrir þjást af. Við höfum verið of lengi hrædd, og við
venjumst því aldrei.“
Stackpole uppgafst á samræðunum. Allur heimurinn þjáð-
ist af þessum skelfilega ótta og öryggisleysi, ár eftir ár. Þetta
var alþjóðakvöl. Það var bezt að reyna að gleyma tuttugustu
aldar manninum og örlögum lians. Hann leit út um bílrúð-
una og út á Yang-tse fljótið, sem veltist straumhart áfram rétt
við veginn. Rokið ýfði vatnsyfirborðið.
HERBERT EVANS í Chicago var þriðji vísindamaðurinn,
sem þekkti lögmálin fyrir því, sem var í vændum í nikkel-
námunni. Það voru dagmál í Chicago um þær mundir sem
Norðmaðurinn og Skotinn borðuðu morgunverð sinn, Ind-