Jörð - 01.09.1946, Side 94
92
JÖRÐ
atvinnu. Öðru hvoru horfðu þeir út um kvarzgluggann til að
aðgæta trjáröðina. Þeir kveiktu í sígarettu og horfðu hvor á
annan.
„Ég er hræddur um að þau deyi, Ed.“
„Þessi tré eru af nýjum stofni, sem einhver prófessor hefur
alið upp og á að þola helmingi meiri geisla en hér eru. Þau
hljóta að lifa og dafna."
„Og fella fræ, sem verða upphaf að nýjum skógi í þessu
víti?“
„Já, ef allt gengur að óskum."
,,Ég er hræddur um, að það þurfi nokkuð mörg tré til að
græða allt Nýja England, og hvað er svo unnið við það?“
AGISTIHÚSINU niðri við ströndina sátu Everson og
Dunn að afloknum hádegisverði og athuguðu úrin. Þeir
sátu með hönd undir kinn og höfðu varla mælst við síðasta hálf-
tímann. Báðir þjáðust þeir af sömu hugsuninni: Ef nú tilraun-
in skyldi misheppnast. Það hefði verið öruggara að bíða eftir
frekari upplýsingum viðkomandi vismútinu.
Vísarnir á úrunum nálguðust óðum stundina. Dunn var
gramur. „Ef þetta fer illa og orsakar aðra eyðimörk á stærð við
Nýja England, þá er það ekki nema mátulegt. Það mundi
kenna öllum heiminum, að það er ófært að pukra með vísindin
eins og gert hefur verið. Og hvað um okkur. Við erum annað
hvort ríkir eða þá verðum við þess valdandi, að heimurinn fær
þá ráðningu, sem hann hefur fulla þörf fyrir.“
„Fimm sekúndur,“ var hið eina, sem Everson sagði.
Niðri í námunni hætti áhaldið, sem var á stærð við píanó, að
tifa. Eitt andartak leið og ekkert skeði niðri í sótsvörtu myrkr-
inu. Svo blossaði upp eldur. Það sló skugigum á námuveggina.
Efni tóku að glóa, eldurinn varð skærari. Blýið tók að bráðna
og dropar þess hrundu silfurhvítir niður í skarnið á gólfinu.
Samtímis því að blýið bráðnaði, myndaðist beryllíumfroða, sem
varð fyrir kjarnabrotum, er geisluðu úr radon-hylki. Þetta var
fyrsta skrefið, það tók eina mínútu eða svo.
Frá beryllíuminu streymdu nú ný kjarnabrot, sem höfnuðu
í dálitlum bunka úr þunnum úranplötum. Úranfrumeindirnar