Jörð - 01.09.1946, Page 96
94
JÖRÐ
sig með knött sinn. Hann lyfti vinstri fætinum, sveiflaði sér
limlega í hálfhring og henti knettinum, sem aldrei kom til
jarðar. . . . Margir árrisulir bændur í Missouri höfðu lokið
morgunverði sínum, en fáir þeirra komust út á akurinn. . . .
Það var komið yfir hádegi í Evrópu. Allir voru önnum
kafnir. . . . Það var morgunn í Suður-Ameríku, nótt vestur við
Kyrrahaf. I Seattle nálgaðist afbrýðissöm kona sofandi mann
sinn skref fyrir skref. Það glampaði á hníf í liendi hennar.
En hún slapp við að framkvæma áform sitt. Hvorki maðurinn
né hún voru lengur til. . . .
Isinn á Norðurpólnum bráðnaði. Sjórinn gufaði upp.
Skandínavíski skaginn rifnaði að endilöngu og sprungan hélt
áfram suður Evrópu og Afríku. Glóandi leðja vall út, breiddi
úr sér í allar áttir, þandist út. Tasmaníueyja var það síðasta,
sem varð fyrir eyðileggingunni....
Þegar þetta skeði sat Chandra ennþá og horfði í leiðslu
fram fyrir sig. Stackpole og bílstjórinn voru að horfa á ára-
bát á úfnu Yang-tse fljótinu. Ræðarinn átti í fullu fangi með
að komast gegn straumnum og vindi. í flugvél, sem flaug 800
enskar mílur á klukkustund, sat Evans á leiðinni til Washing-
ton. Þessi einkennilegi, gamli og fornfálega vopnaði maður var
í öngum sínum. Hann óttaðist að tilraunin mundi misheppn-
ast. Út í Nýja Englands eyðimörkinni var Ed hálfnaður með
að sanna fyrir félaga sínum, að birkihríslur væru betri enn
ekkert. Everson og Dunn voru auðvitað meðal þeirra fyrstu,
sem fórust.
EF HUGSANDI verur byggju á Mars mundu þær án efa
hafa glaðst, þegar í stað Jarðarinnar, sem hafði sveimað
þarna blágræn eftir braut sinni í biljónir ára, var kominn
glóandi hnöttur margfaldur á stærð við hana. Þessi litla sól
var miljón sinnum bjartari en Jörðin og frá henni streymdi
birta og hiti. Ef skynsemi gæddar verur gætu lifað í hvirfil-
vindunum á Venus, mundu þær hinsvegar hafa orðið áhyggju-
fullar. Það er hættulegt að vera of nærri, þegar sól fæðist.
Sautjánda hluta úr sekúndu eftir, að skæra ljósinu brá fyrir
niðri í námugöngunum á Norðkap, var allt um garð gengið.