Jörð - 01.09.1946, Page 97
»Hrafnar tveir ...
^gja i eyru honum
öll tiðendi...
Huginn ok Muninn
Þjúga hverjan dag
jörmungrund yfir.“
(Gylfaginning.)
Steinþór Sigurðsson:
Ný kenning
um myndunarsögu heimsins
SÍÐASTLIÐIÐ sumar birtist í tímaritinu American Scient-
ist grein eftir hinn þekkta enska líffræðing J. B. S. Hal-
dane. Heitir grein þessi A New Theory of the Past — ný kenn-
Ing um forsögu heimsins. Grein mín er að nokkru leyti endur-
Sngn á þeirri grein, en að nokkru leyti skýringar og liugleiðing-
ar mínar og annarra urn þetta efni. Það verða þó aðeins vissar
niðurstöður, sem ég mun ræða um.
SK-OÐANIR manna um uppruna heimsins hafa verið og eru
nijög frábrugðnar hver annarri. Sumirtrúa þvíenn,aðheim-
m inn liafi snögglega orðið til úr engu eða einhverjum óskapn-
aði, ög það jafnvel aðeins fyrir nokkrum þúsundum ára. Þá
hafi heimurinn orðið til nálægt því í þeirri mynd, sem við nú
þekkjum hann. Rannsóknir, sem aðallega hafa verið gerðar á
síðustu hundrað árunum, sanna ótvírætt, að svo er ekki. Allir
vísindamenn telja t. d. öruggt, að lífið hafi þróazt smáni saman
hér á Jörðinni, og hafa verið gerðar allnákvæmar mælingar á
því. hve langt er síðan lífvera verður fyrst hér vart. Er talið,
að uppruni lífsins hér hafi verið fyrir meira en 1000 milljónum
ara- Fyrstu lífverurnar voru mjög frumstæðar, en síðar mynd-
nðust stöðugt margbrotnari tegundir, og maðurinn hefur að-