Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 100
98 __________________________________________________JÖRÐ
í stað þess að reyna að skýra þetta aknennt, ætla ég hér að taka
einstök dæmi.
Frumstæður maður hugsar sér Jörðina flata. Ef einhver segði
lionum, að það væru takmörk fyrir því, hve djúpt væri liægt
að hugsa sér að fara niður í Jörðina, að ómögulegt væri t. d. að
l'ara 7000 km niður, því sú lengd væri ekki til, þá væri það
honum óskiljanlegt, því hann mundi hugsa sem svo: Eitthvað
hlýtur ávallt að vera dýpra. Misskilningurinn stafar hér af því,
að sá sem skýrir jrað, að ekki sé hægt að komast dýpra, leggur
aðra merkingu í hugtakið dýpra heldur en hinn frumstæði
maður. Með hugtakinu „dýpra" meinum við hér: nær miðju
Jarðarinnar. Er Jrá augljóst, að ekki er hægt að komast dýpra
en í miðju Jarðarinnar. Hinn maðurinn hugsar um stefnuna
frá höfðinu til fótanna framlengda í Jrað óendanlega.
Á sarna hátt er auðskilið fyrir okkur, að þótt við förum í
norður, suður, austur eða vestur á Jörðinni, þá komum við
ávallt að sama stað aftur á Jörðinni, ef við höldum nógu lengi
áfram. Við getum myndað okkur alveg ákveðna skoðun um
lögun Jarðarinnar. Við hugsum okkur hana eins og kúlu, og
ekki er vafi á því, að ef við gætum t. d. komizt til tunglsins og
séð Jörðina þaðan, rnyndi lnin 1 íta út svipuð tunglinu héðan að
sjá, nema livað hún váeri stærri og hefði annan lit.
Nú segja vísindamenn, að heimur okkar sé Jrannig gerður, að
sama sé í hvaða átt sé farið, t. d. í stefnu að Pólstjörnunni, í
stefnu að þokunni í Andrómedu, í stefnu á Sjöstjörnuna eða í
hvaða stefnu aðra, sem tiltekin er, og haldið áfram í beina
stefnu, eða það sem við köllum beina stefnu, og haldið nógu
lengi áfram, þá sé ávallt komið að lokum aftur á sama stað.
Orðað á annan hátt þýðir Jietta, að hinir ýmsu, sem skiptu leið-
um sínum í þessar mismunandi stefnur, mundu ávallt að lok-
um mætast aftur.
Þetta er svipað eins og þegar ferðast er á Jörðinni í sörnu
stefnu á yfirborði hennar. En munurinn er sá, að þegar um
Jörðina er að ræða, geturn við myndað okkur ákveðna mynd af
hlut, sem liefur Jænnan eiginleika, en við getum hins vegar
ekki á sama hátt myndað okkur mynd af heimi, sem hefur ofan-
nefndan eiginleika.