Jörð - 01.09.1946, Page 106
104
JÖRÐ
var, þegar árekstur varð milli sólar og ljósskanrmts. Orka ljós-
skammtanna var sem sé svo mikil, að árekstur eins Ijósskammts
og Sólarinnar nægði til þess að sprengja reikistjörnurnar úr
henni: Á þeim tíma hefur Sólin getað hagað sér svipað og ein
frumeind gerir nú, þegar hún verður fyrir áhrifum frá ljós-
skammti. Við getum snúið þessu við, ef við viljum, og litið
svo á, að stærð Ijósskammtanna hafi verið óbreytt, en Sólin hafi
á þeim tíma verið á stærð svipað og frumeind er nú. Haldane
lítur nú enn lengra aftur í tímann:
Fyrir fimm huQdruð þúsund milljónum ára á dynamiska
tímakvarðann, eða á kinematiska mælikvarðann, er aldur
heimsins var svo lítið brot úr sek., að það er skrifað 1 deilt með
tölu, sem hefir 93 tölustafi, voru minnstu ljósskammtarnir svo
stórir, að þeir nægðu til þess að sprengja jafnmikið efnismagn
og er í heilli vetrarbraut. Á þessu tínrabili geta vetrarbrautirn-
ar liafa myndazt. Svarar þetta nokkurn veginn til þess tíma,
sem stjörnufræðingar hafa fundið á annan hátt um aldur vetr-
arbrautanna, og er sá aldur fundinn af hreyfingum stjarnanna
í vetrarbrautinni.
Eftir kenningu Haldanes var heimurinn því þannig gerður
upphaflega, að ekki var til það sem við köllum Ijós, heldur
ríkti myrkur um alheim. Stöku sinnum kornu ógurlega stórir