Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 108
106
JÖRÐ
þúsund milljónum ára á dynamiska skalann, en þá var heim-
urinn aðeins nálægt því þriggja ára eftir hinum tímamælikvarð-
anum. Elztu bergtegundir eru tæplega tvö þtisund milljóna ára,
reiknað á kinematiska kvarðann, en á sama mælikvarða var
heimurinn, við myndun þeirra,250 millj. ára. Jarðsagan nær því
á þann mælikvarða yfir svo til allanaldurheimsinseðaum85%.
En á hinn mælikvarðann, þ. e. eftir hreyfingum stjarnanna, en
ekki geislun geislamagnaðra efna, ættu jarðfræðingar að telja
þetta timabil nálægt því tvisvar sinnum lengra, eða uni fjögur
þúsund milljónir ára síðan fyrstu bergtegundir mynduðust.
Báðir tímarnir eru jafnréttir. Þeir eru eingöngu háðir mæli-
kvarða þeim, sem mælt er á, alveg eins og einn getur sagt að
hlutur sé 3 metrar og hinn sagt, að hann sé 10 fet. Hvort tveggja
er það sama. Hér er aðeins um mismunandi mælikvarða að
ræða. Líf liefur orðið til á Jörðinni fyrir um 1500 milljónum
ára á kinematiskan mælikvarða, en í sólárum verða það nálægt
því tvöfalt fleiri ár. Það, sem síðan hefur gerzt, heyrir til jarð-
sögu okkar, að svo miklu leyti sem okkar linött áhrærir. En ætla
má, að þrpunin hafi verið svipuð á öðrum reikistjörnum víðs
vegar í okkar vetrarbraut og öðrum vetrarbrautum. Því megin-
þáttur kenningar þessarar er, að þróunin hafi orðið samhliða
um víða veröld.
Haldane gerir ýmsan samanburð á því, sem kenning þessi
segir fyrir, og því, sem fundist hefur við rannsóknir, sérstaklega
á geislamögnuðum efnum og áhrifum þeirra við myndun jarð-
skorpunnar. Kemst hann m. a. að þeirri niðurstöðu, að í fram-
tíðinni megi vænta allmikilla breytinga á jarðskorpunni af
völdum geislamagnaðra efna, og munu breytingar þær meðal
annars vera í því fólgnar, að nýir, stórfelldir fjallgarðar muni
myndast, og samfara þessu verða að sjálfsögðu jarðskjálftar og
eldgos. Ekki er hér átt við „nánustu framtíð", heldur að breyt-
ingar verði meiri næstu milljónir ára heldur en þær liafa verið
síðustu milljónir ára.
Varðandi lífið kemst hann að þeirri niðurstöðu, að það muni
t. d. enn geta verið til eftir þúsund billjónir ára, svo að ekki er
enn ástæða fyrir okkur að óttast neitt af þessum orsökum.
Að lokum ræðir Haldane kenningu þessa, sem hann að