Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 121
119
JÖRÐ
Svertingi kom lil hvíts manns, Wilsons að nafni, og kvartaði
nndan því að ljón hefði rænt frá sér asna. Wilson skipaði
manninum að sýna sér staðinn, þar sem þetta hefði gerst.
Svertinginn lét ekki standa á því, senr marka má þar af, að
þegar hann hvíslaði: „Þarna!“, þá lá ljónið á asnahræinu í
góðri seilingarlengd frá þeim og hvessti á þá augun. Wilson
karlinn varð vægast sagt skelkaður, en áður en hann fengi ráð-
rúm til nokkurra aðgerða, reis ljónið upp á afturlappirnar og
ýtti með hrömmunum á axlirnar á honum, svo að hann datt
óeint aftur á bak. Að því búnu tók Ijónið asnann, líkt og refur
tekur kanínu, og fjarlægði sig.
En vitanlega eru til mannætur meðal ljóna, svo sem alkunna
er, og er hér saga af einni.
Ljón hafði um tíma lialdið stöð nokkurri í umsátursástandi
og var þá vegamálastjóra landsins sent mjög umtalað skeyti,
svohljóðandi: „Ljón ræðst á stöðina. Sendið liðsauka í flýti.“
Stóð þá einmitt þannig á, að ljónið var uppi á þakinu að reyna
að rjúfa það, sem þó ekki tókst meður því, að það var sérstak-
lega ramgert.
Þegar ljón þetta hafði komið nokkrum mönnum fyrir katt-
;onef, þótti lögreglustjóra liéraðsins sem ekki mætti lengur
láta \ ið svo búið standa og lagði af stað í einkajárnbrautarlest
sinni og tók með sér tvo valda, livíta menn. Er komið var á
vettvang, settu þeir sig allir þrír með byssur, undir nóttina,
1 vagninn, en komu sér saman um, að nægilegt væri, að einn
héldi vörð og varð lögreglustjórinn til þess. Hann hlýtur samt
að liafa sofnað, því skyndilega vaknaði einn þeirra, er lá í háu
rúmi, við óp. Sér hann þá, hvar stóreflis karlljón stendur inni
hjá þeim, ofan á einum þeirra félaga og lá sá iðandi á gólfinu.
Ljónið urraði lágt. Lögreglustjórin.n sat steinþegjandi í dimm-
l,’nni. Maðurinn í rúminu liafði byssuna sína í næsta herbergi,
e,i eina ráðið til að ná í hana, var að stíga á bakið á ljóninu
að komast að dyrúnum, sem það hafði læðst inn um. Og
'neð því að ljónið hreyfði sig ekki, en horfði niður fyrir sig,
tok maðurinn í sig kjark og komst tálmunarlaust að dyrunum.
En þar tók ekki betra við, því svertingjarnir, sem með þeim
v°ru, lágu þá allir sem einn á hurðinni, til þess að ljónið kæm-