Jörð - 01.09.1946, Side 128
126
JÖRD
Önfirzka skipið, sem fórst í sumarmálagarðinum 1887, hét
Jeanette og var eign Torfa Halldórssonar á Eyri og fleiri
manna. Það var nýtt, að heita mátti, smíðað í Noregi einu eða
tveimur árum áður. Skipstjórinn hét Kristján Friðriksson,
ungur maður, nýlega farinn að stýra skipi. Um Jeanette komst
sú saga á kreik, mörgum árum eltir að hún fórst, að norskur
norðurhafaleiðangur hefði fundið skipið í ís og séð öll deili
þess, að þar hefði gerzt harmsaga mikil. Var sagt, að trjáviðuf
allur hefði verið horfinn úr skipinu, nema nakinn byrðingur-
inn, og þess getið til, að skipsmenn hefðu brennt lionum, með-
an til vannst. Þá fylgdi það og sögunni, að fjórar beinagrindur
liefðu verið í skipinu, og allt bent í þá átt, að liungur hefði
orðið mönnunum að bana. Frásögn þessi er talin hafa komið í
norsku sjómannablaði, en eftir því, sem næst verður komizt,
hefur íslenzkum stjórnarvöldum aldrei borizt nein skýrsla um
fund þenna. Verður því ósagt látið, hvort hér er um staðlausan
söguburð einn að ræða eða ekki. Hitt er vitað, að vorið 1887
var mikill hafís úti fyrir Vestfjörðum, og kann að vera, að sá
vágestur hafi með einhverjum hætti grandað skipunum, einu
eða fleirum.
Annað skijaa jreirra, sem fórust frá Isafirði, hét Maria Mar-
grét. Það var eign Ásgéirsverzlunar, og hét skipstjórinn Einar
Pálsson, maður á miðjurn aldri. Alllöngu eftir slysfarirnar rak
lík á fjörur Strandamanna. Var það skaddað mjög og ekki
þekkjanlegt, en af nærfötum þótti mega ráða, að þetta væri lík
F.inars Pálssonar, þótt ekki yrði úr því skorið með vissu.
Skarphéðinn var þriðja skipið, sem aldrei spurðist til eftir
sumarmálagarðinn. Þar var skipstjóri Magnús Össurarson,
mágur Torfa Halldórssonar á Flateyri, en aðaleigandi var Ás-
geirsverzlun á Isafirði.
MAGNÚS ÖSSURARSON stundaði sjó frá blautu barns-1
beini. Á unga aldri lærði liann frumatriði stýrimanna-
fræðinnar hjá mági sínum og fóstra, Torfa á Flateyri. Magnús
var maður fremur lítill vexti, svartur á brún og brá, harðger,
hnellinn og snarlegur. Um tvítugt eða litlu síðar sigldi hann
til Danmerkur og tók þar skipstjórapróf. Um það leyti áttu