Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 130
128
JORÐ
NÚ er þar til máls að taka, að þegar líða tók að vertíð vorið
1887, bjóst Magnús á veiðar að vanda. Vegna þess, hví-
líkur aflamaður hann var, varð honum jafnan gott til manna,
og gat valið úr hinu hraustasta og harðfengasta sægarpaliði.
Svo var og að þessu sinni, og voru allir skipverjar Magnúsar
ungir menn, en prýðilega verki farnir. A skipinu mátti því
heita einvalalið.
Svo herma sagnir, að á vertíðinni árið áður liafi þeirn sinnazt
allmjög, Magnúsi Össurarsyni og Ásgeiri G. Ásgeirssyni. Var
mælt, að þá mundi liafa greint á um ábyrgðargjald Skarp-
héðins, en skipið mun lrafa verið vátryggt hjá erlendu félagi.
Hvort sem jreir deildu um þessa hluti lengur eð skemur, segir
sagan, að Magnús hafi mælt þetta síðast orða: „Þú ætlar að
græða á því að taka skipið úr ábyrgð. Gott og vel! Vera kann,
að sá gróði verði minni en þú hyggur.“
Meðal fyrstu skipa, sem sigldu út til hákarlaveiða vorið
1887, var Skarphéðinn frá ísafirði. Sá var háttur Magnúsar
Össurarsonar, að framan af vori fiskaði liann einatt fyrir
Suðurlandi, við Geirfuglasker og þar í grend. Gerði hann það
ekki sízt til að forðast hafís, en auk þess taldi hann þar von
rneiri afla í byrjun vertíðar en á vesturslóðum. Að þessu sinni
hélt hann lyrri venju, enda sáust öll deili hafíss djúpt út af
Vestljörðum. Þrátt fyrir rysjótt veður og lítið næði aflaði
Magnús vel i hinni fyrstu veiðiför og kom inn til Flateyrar
með rúmar 100 tunnur lifrar í lok aprílmánaðar. Þau hákarla-
skip, sem á veiðum höfðu verið fyrir Vesturlandi, sögðu liafís
á djúpmiðum og lítinn afla á grynnri slóðum.
Þegar er Skarphéðinn var laus við aflann og nauðsynjar
liöfðu verið teknar eftir þörfurn, lagði hann út í aðra veiði-
för. Litlu síðar fór veður mjög versnandi, og rak ísinn þá
langt upp á mið Vestfirðinga. Flest hákarlaskip leituðu þá
hafnar, og komust sum í krappan dans, enda var brostið á hið
mesta stórviðri fyrr en varði. Kaupfarið Amphetrite frá ísa-
firði, sem var að koma hlaðið vörum frá Danmörku, mætti
lítilli skonnortu út af Látrabjargi, og var það í byrjun óveðurs-
ins. Skonnorta þessi, sem þeir töldu Skarpliéðin, lensaði suður
fyrir Riist, og hvarf þar í særokið og sortann. Skútan Fortúna