Jörð - 01.09.1946, Side 131
JÖRÐ
129
frá ísafirði, skipstjóri Steindór Egilsson, varð og vör við
Skarphéðin, að því er skipverjar töldu. Fortúna var stödd norð-
vestan við Jökul og liafði lagzt til drifs, enda var veðrið svo
ofsalegt, sem framast gat orðið. í þeim svifum sáu Fortúnu-
menn skip sigla undan og stel’na suður fyrir jökul. Segl á skipi
þessu voru lítt rifuð, enda kváðust þeir Steindór aldrei hafa
séð svo ákaflega siglt. Var skipið liorfið á svipstundu, en jjað
þóttust einhverjir þekkja, að þar mundi Skarphéðinn verið
hafa. Var það í síðasta skipti, sem til Skarphéðins fréttist svo,
að nreð sannindum mætti telja.
Ekki leið langur tími frá sumarmálagarðinum og þar til er
sögur fóru að komast á kreik um Skarphéðin og afdrif hans.
Surnir töldu raunar fullvíst, að skipið lrefði farist í ofsanum
með rá og reiða, en öðrum þótti ýmsar líkur benda til, að svo
mundi ekki vera. Reyndu þeir að færa líkur að því, að sá
hefði verið ásetningur Magnúsar og félaga hans að strjúka
með skipið af landi brott. Var sumt harla veigalítið í þeirri
röksemdaleiðslu, en annað gat gefið bendingar í slíka átt, ef
satt var og rétt.
Það var þá hið fyrsta, er menn bentu á, að Magnús var lærð-
ur siglingamaður og liafði oftar en einu sinni stýrt skipi milli
landa.
í öðru lagi var það, að fjármál hans voru ekki í sem beztu
horfi, og hafði hann stofnað til nokkurra skulda, þótt stór-
vægilegar væru þær ekki.
í jrriðja lagi minntu menn á orðróminn um deilu Magnúsar
og Ásgeirs yngra, sem áður er að vikið, og bentu á, liver orð
Magnús lét þar falla.
Þá var í fjórða lagi vakin athyggli á því með hve einkenni-
legum hætti menn voru valdir á skipið. Allt voru skipverjar
kornungir menn, ókvæntir, lausir og liðugir.
Fimmta og veigamesta röksemdin fyrir stroki þeirra Magnús-
ar var sú, að þeir félagar hefðu búið sig út í veiðiförina með
alveg sérstaklegum hætti. Var látið í veðri vaka, að jDeir hefðu
tekið með sér venju fremur mikið af fatnaði, jafnvel bækur og
fleira þess konar, sem ekki var siður að hafa í hákarlalegur.
Þá var um Jíað kvisað, að tekinn liefði verið út tvöfaldur
9
1