Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 132
130
JÖRÐ
matarskammtur, og vatnsbirgðir stórlega auknar. Bæri slíkt
að sjálfsögðu vitni um einhverjar sérstakar vangaveltur, ef satt
reyndist.
ATTA til tíu ár.um eftir hvarf Skarphéðins fékk orðrómur
þessi skyndilega nýjan byr í seglin. Var það með þeim
hætti, að vor nokkurt um hvítasunnuleytið lögðust allmargar
íianskar skútur inn á Önundarfjörð, eins og altítt var. Á Hvíta-
sunnudag var messað í Holti, og fór allmargt Flateyringa sjó-
leiðis til kirkju, þar á meðal Torfi Halldórsson og María Öss-
urardóttir, kona hans, systir Magnúsar Össurarsonar. Frönsku
skúturnar lágu þétt á höfninni, og reru kirkjugestirnir ör-
skammt frá sumum þeirra. Varð flestum starsýnt mjög á yfir-
mann einnar skútunnar, ekki sízt þeim Torfa og Maríu. Þótt-
ust menn gerla kenna þar Magnús Össurarson, en enginn varð
til að að hafa orð á því í bátnum, meðan þau hjón heyrðu.
Hinu hétu sumir með sjálfum sér að kanna þetta mál nánar,
þegar þeir kæmu frá kirkju. En svo nndarlega brá við, að þegar
messu var lokið, hafði ein skúta úr öllúm hópnum lagt til hafs
og var komin út í fjarðarmynni. Var það sama skútan og menn
þóttust hafa þekkt á skipstjórann.
Litlu eftir þetta iaust upp þeim kvitti, að Magnús væri
kvæntur og búsettur í fiskimannabæ einum í Vestur-Frakk-
landi, og þeir félagar hans fleiri. Trúðu þessu margir. Þó kom
nokkur afturkippur í þessa trú, þegar Vestur-íslendingur einn
skrifaði kunningja sínum og kvaðst hafa talað við Magnús Öss-
uiarson vestur i Ameriku. Var ekki laust við, að allar sögurnar
um strok þeirra Magnúsar biði nokkurn hnekki við þá fre°-n
í viðbót við annað.
SENN eiu liðnir sex tugir ára, síðan Magnús Össurarson
lrvarf á Skarphéðni og sjö lrraustir drengir með honum.
Enn eru á lífi gamlir menn við Önunarfjörð, sem trúa því full-
komlega, að Magnús hafi siglt burt með ráðnum huga og kom-
izt til annarra landa ásamt félögum sínum. Seint er um ?angan
veg tíðinda að spyrja, segir máltækið. Sannast það áþreifanlega
í þessu efni, þegar gera skal sér grein fyrir því, eftir nær sextíu