Jörð - 01.09.1946, Síða 136
Óli Valdimarsson:
Norræna skákmótið
í Kaupmannahöfn
F,RÁ því um aldamót hefur skákíþróttin átt vaxandi vin-
sældunt að fagna hér á landi og liggja til þess ý.msar ástæð-
ur, m. a. eiginleikar í fari þjóðarinnar, sem ekki verða ræddir
hér frekar, en áþreifanleg staðreynd er það, að skáklistin hef-
ur, nú sérstaklega upp á síðkastið, þróast svo mjög meðal Is-
lendinga og er nú komin á það stig, að í hlutfalli við fólks-
fjölda má næstunr undarlegt virðast og stendur afar nálægt, ef
þá ekki næst því, að vera þjóðaríþrótt íslendinga.
ISUMAR, eða nánar til tekið, dagana 3.—12. ágúst, var háð
í Kaupmannahöfn hið svonefnda Norrcena skdkþing. Til-
gangur þessa móts er fyrst og fremst sá, að efla norræna skák-
list og kynna norræna skákmenn hvern öðrum, jafnframt því
að treysta þá samvinnu og þau vináttubönd, sem lönd þessi
hafa bundist. Þáttakendur voru allt Norðurlandabúar og var
keppt í þremur flokkunt.
í landsliðsflokki voru 16 keppendur, meistaraflokki 24, skipt
í tvær deildir, og í 1. flokki voru 66 keppendur, skipt í þrjár
deildir. Af hálfu íslands kepptu í landsliðsflokki, þeir Ás-
mundur Ásgeirsson, núverandi „skákmeistari íslands“, og
Baldur Möller, fyrrverandi íslandsmeistari. í meistaraflokki A
tefldi Guðmundur Ágústsson, í meistaraflokki B, Guðmundur
S. Guðmundsson og í I. flokki C, Áki Pétursson.
í landsliðsflokki voru tefldar 10 umferðir eftir „Monrads-
kerfi“, sem nú orðið er mjög notað og þykir gefast vel, bæði
hvað snertir réttlát úrslit og eins livað það flýtir fyrir keppn-
inni í heild. Úrslit þessarar keppni urðn þau, að sigurvegari
og þar með „skákmeistari Norðurlanda" varð: Osmo Kaila
(Finnland), sem hlaut 7l/2 vinning, 2.-3. Baldur Möllar og E.
Jonsson (Svíþjóð) 6i/2 v. hvor; 4.-7. Olaf Barda (Noregi), Poul
Hage (Danmörk), Storm Herseth (Noregi), og Z. Nielsson