Jörð - 01.09.1946, Síða 141
JÖRÐ
139
um, skaL ríkissjóði skylt að bæta úr tekjuþörfinni með aukinni
seðlaútgáfu, unz ekkert ónotað vinnuafl er til í landinu.“
Athugaðu, að seðlaútgáfa er lántaka til óákveðins tíma. Og
þegar ekkert ónotað vinnuafl er til í landinu, þá er hámarks-
framleiðslu náð, miðað við tækni hvers tíma.
í „Úrvali“ segir: „Ef þegnarnir sjálfir eiga skuldirnar, eru
það raunverulega alls ekki skuldir."
f „Jörð“ segir: „Peningar og sjóðir í islenzkum krónurn eru
frá sjónarmiði heildarinnar einskis virði, sem verðmæti."
í „Úrvali“ segir: „Hann (dr. Hansen) er sannfærður um, að
við getum haft hemil á viðskiptasveiflunum, og viðhaldið arð-
bærri framleiðslustarfsemi, og öðlast þannig — í fyrsta skipti
(síðustu orðin eru hér undirstrikuð af mér) síðan iðnbyltingin
varð — raunverulegt „frelsi frá skorti og ótta“.
í ,Jörð“ segir: „Peninga vantar ekki og þarf aldrei að vanta.
Þá er auðvelt að búa til, livenær sem á þarf að halda. Vandinn
er sá einn, að nota þá rétt. íslenzka þjóðin getur orðið á undan,
ef hun ber gcefu til að skilja það. Og þá þarf aldrei framar að
óttast kreppu og atvinnuleysi.“
Með kærri kveðju.
Reykjavík, 3. maí 1946.
Prentvillur í kvæðum Jakobs Thorarensen í síðasta hefti
voru margar og sumar meinlegar. í
kvæðinu „Vonin“ þessar: í síðasta
visuorði fyrsta erindis stendur „sól-
fögru daga"; á að vera „sólglöðu
daga". Auk þess liefur verið bætt við
þankastrikum eftir kokkabók ritstjór-
ans. í kvæðinu „Nykur“ hefur vél-
seljarinn, sá þrjótur (megi hann lesa
Háttatal daglega það sem hann á eftir
ólifaðl), fært sig enn upp á skaftið og
eyðir nú stuðli fyrir skáldinu með því
að breyta „munni rnanns" í „vörurn
ntanns" (fimmta vísuorð í öðru er-
indi). í síðasta vísuorði næstsíðasta
erindis hefur hann svo breytt „eða“ í
„og“ — og gæti eftir því verið allvara-
samt t. d. að segja við hann: „Hvort
má ég bjóða þér kaffi eða brennivín?"
— Nefndar leiðréttingar leyfir JORÐ
sér að mælast til, að eigendur heftis-
ins geri svo vel að færa inn í eintók
sín og biður alla aðilja einlæglega af-
sökunar á mistökunum.