Jörð - 01.09.1946, Page 143
Finn T. B. Friis:
Fer Sviss í bandalag
Sameinuðu þjóðanna?
SVISS var ekki meðal þeirra þjóða, sem í upphafi fengu inn-
göngu í UNO, en nú virðist ekki standa á öðru en því
sjálfu. Sviss virðist ekkert ginnkeypt fyrir þeirri upphefð. Það
athugar allt í rólegheitum og sýnist ætla að láta það velta á
ákveðnu skilyrði, livað úr þessu verður.
Þegar Sviss gekk í Þjóðabandalagið, sællar minningar, var
það heldur ekkert að flýta sér. Öll þjóðin var þá kvödd til að
gefa sinn úrskurð með sérstöku þjóðaratkvæði. Tiltölulega
lítill meirihluti var með því. Þegar þess er gætt, að inngangan
hafði í för með sér fráhvarf frá aldagamalli hlutleysisstefnu
Svisslands, þarf ekki að undra sig neitt á þessu. Og þessi litli
meirihluti hefði ekki fengizt, hefði sú málamiðlun ekki verið
gerð, að Sviss skyldi þó vera því undanþegið að leggja fram
herafla í Bandalagsins þarfir, livað svo sem upp á kæmi.
Bandalag Sameinuðu þjóðanna leggur meðlimum sínum
meiri skyldur á herðar en Þjóðabandalagið gamla gerði. Ör-
yggisráðið hefur rétt til að heimta framlag herliðs á landi og í
l'ofti og frjálsa umferð um landið fyrir herlið.
Lega Svisslands hefur komið í veg fyrir, að það yrði fyrir
sams konar reynslu og Holland, Belgía, Danmörk og Noregur,
Grein þessi er stytt þýðing á grein, er hirtist í júlíhefti danska mán-
aðarblaðsins Fremtiden í sumar. Hefti þess blaðs er 48 bls. að stærð, í
stóru broli. I>að var stofnað undir eins og hernáminu létti af og má heita
áframhald af svipuðu blaði, er iandflótta Danir gáfu út í Svíþjóð á ó-
friðarárunum og þólti mjög gott. Blaðið ra'ðir eingöngu alþjóðleg
stjórnmál og mál, er standa í nánu sambandi við þau. Báðir utanríkis-
málaráðherrarnir, sem verið hafa við völd, síðan Danmörk náði sjálf-
stæði sínu aftur, hafa mælt sterklega með blaðinu, enda virðist frétta-
flutningur þess sérlega vel af hendi leystur í hvívetna. Ritstjórar eru
Sten Gudme og Erik Seidenfaden. Blaðið kostar 5 kr. danskar á missiri.